Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Årgang

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1970, Side 88

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1970, Side 88
92 ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS eins og nánar mun koma í Ijós. Skortur heimilda úr Gullbringu- og Kjósarsýslu á sér ýmsar orsakir og skrifast að nokkru leyti á reikning þjóðháttadeildar, en þessi ritsmíð er tæpast réttur vett- vangur til að tíunda þær. Auk þess raskar þessi vöntun varla heild- armyndinni, þar sem ráða má af viðtölum, að venjur manna á Suð- urnesjum hafi líkzt því, sem gerðist í Árnessýslu neðanverðri, en Kjósarmönnum svipað meir til Borgfirðinga. Hér á eftir verður gefið yfirlit um svör þessi og mun þá birtast, hversu þeim ber saman eða sundur við fyrrgreinda þjóðháttalýsingu. Yfirlitinu er hagað staðfræðilega eftir sýslum eða héröðum, en við þá athugun ber að hafa marga varnagla eða skekkjuvalda í huga. I fyrsta lagi er aldur þeirra, er svara, ærið mismunandi, eða frá 44ra til 96 ára. Langflestir eru þó á aldrinum 60—80 ára. Hins- vegar er engan veginn einhlítt að miða við aldur heimildarmannanna sjálfra, því að margir hafa vitneskju sína frá mun eldra fólki, ekki sízt hinir yngri, en oft er örðugt að fá fram nákvæma tímasetningu. Elztu upplýsingar, sem bárust í söfnun þessari munu vera frá því um 1850, en hinar yngstu frá því um 1940. Allur þorri svaranna miðast þó við árabilið frá 1890—1920 og þó einkum tímann frá því um aldamót fram að heimsstyrjöldinni fyrri. Þær niðurstöður, sem af athugun þessari mætti draga, ættu því helzt við tímann um og fyrst eftir aldamótin. 1 öðru lagi er fólk afar misminnugt og misiðið. Sumir muna ekki eftir tilteknu atriði í svipinn og svara þá af bragði samkvæmt því. Hér gæti árangurinn oft orðið annar, ef spurt væri munnlega og tími væri til að velta málinu fyrir sér í samræðum. Þetta er margra reynsla. Aðrir eru mjög fúsir til að muna og virðast leitast við að svara flestum atriðum á sem jákvæðastan hátt. Hér er engan veginn um vísvitandi ónákvæmni að ræða, heldur oftar eina skuggahliðina, ef svo mætti segja, á hinni frægu bókmenningu okkar íslendinga. Vegna þess hve margt fólk hefur lesið mikið af þjóðlegu efni í æsku, er því á efri árum oft ekki með öllu ljóst, hvað það hefur reynt sjálft í bernsku, hvað eldra fólk hefur sagt frá sínum æsku- árum og hvað það hefur einfaldlega lesið í bókum sem barn. önnur „skuggahliðin" er sú, að eftir að þjóðsögur Jóns Árnasonar og aðrar tóku að berast um landið fyrir meira en 100 árum, hafa sumir tekið upp siði eftir þeim, sem áður voru óþekktir þar í sveit. Um þetta eru heimildir. 1 fáum löndum munu þjóðháttasafnarar eiga við þessa tegund örðugleika að stríða. Þess ber einnig að minnast, að viss metnaðar gætir hjá sumu fólki í þá átt að kannast við hluti,
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.