Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1970, Page 89

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1970, Page 89
SUMARDAGURINN FYRSTÍ ð3 sem það hefur heyrt getið um, þótt þeir hafi í sjálfu sér ekki við- gengizt á þeirra bernskuheimili. 1 þriðja lagi er ekki útilokað, að venjur, sem samkvæmt þessari könnun virðast einkum bundnar við tiltekin svæði um og eftir alda- mót, hafi áður tíðkazt í nærliggjandi landshlutum. Sum svæði hafa jafnan verið öðrum afskekktari, svo sem Vestfjarðakjálkinn og Skaftafellssýslur, og hefði því margt getað haldizt lengur þar, þótt ný tízka væri tekin að ryðja sér til rúms annars staðar. Ég tel þó hæpið að gera mikið úr þessu atriði, þar sem minni munur hefur verið á samgönguerfiðleikum um aldamótin en síðar varð, þ. e. eftir að við það varð miðað, hvort bílfært væri eður ei. Ekki má heldur láta sér sjást yfir það, hversu mikill samgangur var milli héraða og búferlaflutningar algengir milli sveita og landshluta. Islendingar voru ekki nándar nærri eins átthagabundnir og bændur á Norðurlönd- um og annars staðar í Evrópu víðast hvar. Atvinnuhættir stuðluðu einnig mikið að aukinni kynningu og blöndun. Bændur og vinnu- menn af Norðurlandi sóttu vertíð á Snæfellsnesi, við Faxaflóa og á Suðurnesjum. Á hinn bóginn gerðust ungir Sunnlendingar einatt kaupamenn nyrðra o. s. frv. Þá má minna á presta, sem fluttust milli héraða og vanizt höfðu öðrum siðum. Presturinn var því vinsælli og áhrifameiri sem hann hafði meira samband við alþýðu manna, og gat þá allt eins svo farið, að nýr siður kæmi með nýjum herra sem að hann tæki upp venjur sóknarbarna sinna. 1 fjórða lagi hefur eins og ævinlega verið talsverður munur á venjum manna eftir efnahag. Betur stæð heimili gátu leyft sér meiri útafbreytni, bæði í mat og drykk, leyfi frá störfum, glaðningi og ýmiss konar „óþarfa“. 1 annan stað er munur á fastheldni manna við gamla siði eða yfirleitt sálrænni þörf til að gera sér og öðrum nokkurn þann dagamun, sem ekki er unnt að reilma á einhvern beinan hátt til tekna. Þá ræður afstaða livers einstaklings til lífsins einnig nokkru um: hvort menn eru bjartsýnismenn eða bölsýnir. Kemur hér enn að því, að ekki er auðgjört að vita til fullnustu, hvað var almenn hefð og hvað var sérvizka tiltölulega fámenns hóps. Þar sem fjöldi dæma bendir í eina átt, er þó naumast annars kostur en hafa það nokkurn veginn fyrir satt, en raunar getur liver dæmt fyrir sig eftir þeim líkum, sem hér verða fram settar.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.