Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1970, Blaðsíða 96
100
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
að tíunda nöfn þessi hér og staðsetja, þótt slíkt sé e. t. v. fremur
málfræðilegt verkefni.
Fyrst er þess að geta, að spurning okkar kann að hafa verkað
eilítið afvegaleiðandi, þar sem nefnd voru tvö orð, sumarmálahret
og hrafnahret. Þessi sömu heiti koma líka oftast fyrir í svörunum.
Sumarmálahret er nefnt 59 sinnum í öllum sýslum nema Austur-
Skaftafellssýslu. Hrafnahret er nefnt 24rum sinnum í flestum hér-
öðum vestan- og norðanlands. Þó er ekkert dæmi um það úr ísa-
fjarðasýslum né Strandasýslu, A.-Húnavatnssýslu eða Norður-Þing-
eyjarsýslu og heldur dræmar undirtektir eru í Eyjafirði og Suð-
ur-Þingeyjarsýslu. Aðeins eitt dæmi er úr Norður-Múlasýslu, en
suður þaðan og vestur um allt Suðurland er hrafnahrets ekki getið.
Maður í Mýrdal segist fyrst hafa heyrt orðið hjá skagfirzkum vinnu-
manni, enda virðist það algengast í Skagafirði og á Miðvesturlandi.
Þess í stað er heitið hrafnagusa langalmennast í Múlasýslum báð-
um og Austur-Skaftafellssýslu, en kemur einnig fyrir í Austur-
Barðastrandarsýslu. Ekki eru menn alveg á einu máli um það,
hvenær hret þessi skelli á, svo sem áður var að vikið, og telja sumir
jafnvel hrafnahret og sumarmálahret eitt og hið sama, en fleiri eru
þó á því máli, að hrafnahretið verði um það bil 9 nóttum fyrir
sumar og sumarmálahretið nokkru síðar.
Önnur hretaheiti eru þessi í stafrófsröð og skýra sig flest sjálf:
Bænadagahret þekkist á Hornströndum, en bænadagarumba í Reyk-
holtsdal í Borgarfirði. Fardagaflan virðist einkum þekkjast á Fljóts-
dalshéraði og nágrenni; a. m. k. eru öll fjögur dæmin þaðan, en
fardagahrets er getið í Barðastrandarsýslum báðum, oft í Norður-
Isafjarðarsýslu, en einnig í Eyjafirði og Rangárvallasýslu. Eitt dæmi
er um grásleppudrif, og er það úr Helgafellssveit á Snæfellsnesi.
Hvítasunnuáfelli kemur fyrir í Suður-Þingeyjarsýslu og Norður-
Múlasýslu, hvítasunnudagshret á norðanverðu Snæfellsnesi, Vestur-
Barðastrandarsýslu og á Hornströndum, og hvítasunnuhret, sem er
algengast, á Snæfellsnesi, Barðastrandarsýslum báðum, Norður-lsa-
fjarðarsýslu, Strandasýslu, Skagafirði, Eyjafirði og Norður-Múla-
sýslu. Jónsmessudagshret kemur fyrir í Grunnavíkurhreppi í Norð-
ur-lsafjarðarsýslu, Jónsmessuhret á Rangárvöllum, Jónsmessurumba
í Norður-Múlasýslu og Jónsmessuskuna í Helgafellssveit. Kóngs-
bænadagsgarður virðist tiltölulega þekkt heiti í Vestur-Barðastrand-
arsýslu, en kóngsbænadagshret er algengara og þekkist í Norður-
Isafjarðarsýslu, Skagafirði, Eyjafirði, Suður-Þingeyjarsýslu og
Norður-Múlasýslu, en þar er kóngsbænadagskæla þó mun almennari.