Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1970, Síða 97
SUMARDAGURINN FYRSTI
101
Kríuél þekkist í Norður-Múlasýslu, en kríuhret í Eyjafirði. Þar
þekkist einnig krossmessuhret, en krossmessukæla í N.-Múl. Getið
er um pálmakast í Reykholtsdal, og mun átt við pálmasunnudag. Sá
dagur er annars ekki títtnefndur í veðurspám. Þó er þetta orðtak
til á Fljótsdalshéraði: „Sjaldan er sama veður á pálma og páska.“
Páskahret er allalgengt orð um allan norðurhluta landsins frá Snæ-
fellsnesi til Fljótsdalshéraðs, en einhverra hluta vegna kemur það
ekki fyrir í svörum sunnan þessa svæðis. Hinsvegar kemur páska-
kast einu sinni fyrir í Reykholtsdal. Sólstöðuskvumpa kemur aðeins
fyrir í Helgafellssveit. Sumarmálagarður þekkist á Snæfellsnesi, í
Önundarfirði, Strandasýslu, Eyjafirði og Suður-Þingeyjarsýslu, sum-
armálagarri í Eyjafirði, sumarmálahryðja í Norður-Múlasýslu, sum-
armálahvellur í Suður-Þingeyjarsýslu, sumarmálarumba í Norður-
ísafjarðarsýslu, S. Þing., N. Múl., og V. Skaft., sumarmálastór-
hríð í S. Þing., en um sumarmálahret hefur áður verið rætt. Trini-
tatishret er nefnt í A. Barð. og trinitatisrumba í S. Þing. Uppstign-
ingardagshret sést nokkrum sinnum frá Snæfellsnesi austur til
Fljótsdalshéraðs, þó ekki í Húnavatns- né Þingeyjarsýslum. Hins-
vegar finnst uppstigningardagshrina í Borgarfirði og S. Þing. og