Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1970, Síða 104
108
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
V a;
Sumardagsbakstur.
Sumardagskökur: X
Venjulegar flatkökur:
A
Pottbrauö: o
Ofnbrauö:
skurði og áletrun. Síðan var potti hvolft yfir og bæði pottur og elds-
neyti byrgt með moði og torfi, ef til var, og látið bakast í um það
bil einn sólarhring. Þessi pottbrauð voru þó vitaskuld ekki bundin
við hátíðar eins og flatkökurnar stóru, heldur bökuð allan ársins
hring, en í sambandi við sumardaginn fyrsta eru þau oftast nefnd
í Skagafirði og Eyjafirði. 1 Eyjafirði er hinsvegar tvívegis getið
um svonefnd ofnbrauð, sem tekið hafi við af pottbrauðunum, þegar
eldavélar tóku að ryðja sér til rúms. Heimild úr Héðinsfirði segir,
að breytingin hafi orðið þar árið 1908, vegna þess að þá var komin
þangað tvíhólfa eldavél. Ofnbrauð þessi voru mismunandi litlar
rúgbrauðskúpur, ein handa hverjum manni á sumardaginn fyrsta
og hinar minnstu handa börnum. Var mótað í brauðið með skeið-
arblaði og lítil hola gerð ofan í miðjuna.
Um það var spurt, hvort þekkzt hefði, að matur væri tekinn
frá í sláturtíð að hausti og geymdur, jafnvel í sérstöku íláti, til sum-
ardagsins fyrsta. Þess er sums staðar getið, bæði á Miðnorðurlandi og
Suðausturlandi, að reynt hafi verið að lúra á einhverju góðgæti uppi
í rótinni eða ofan í tunnu fram til sumarmála, magálum, sperðlum,
lundaböggum, góðu hangiketslæri eða jafnvel vænsta sauðarfallinu
(Suðursveit). En einungis í Norður-lsafjarðarsýslu og Stranda-