Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1970, Síða 106

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1970, Síða 106
110 ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS sér af frosti fyrstu sumarnótt, var að þá yrði gott undir bú eða undirbú, eins og segir í alkunnri vísu: Frjósi sumars fyrstu nótt, fargi enginn á né kú, gróðakonu gerist rótt, gott mun verða undir bú. Merking þessara orða er nánast alltaf sú, að nytin, mjólkin úr ánum, yrði kostgóð og fitumikil. Á Suðaustur- og Austurlandi var það haft á orði, að rjóminn ofan á trogunum yrði jafnþykkur og ísskánin á vatninu þessa nótt. Tveir heimildarmenn, annar úr Borgarfirði, hinn austan af Síðu, bæta því þó við, að málnytan yrði meiri að magni, ef rigndi þessa nótt, en hinsvegar ekki eins kostgóð. Þá telur heim- ildarmaður af Vestfjörðum, að ekki væri frostið neins góðs viti, nema þíða hefði verið á undan. Annars nefna sumir á sunnanverðum Vest- fjörðum málnytuna ekki á nafn, en telja þetta frost fyrir góðum eldi- viðarþurrki og/eða heyþurrki. Og í Norður-lsafjarðarsýslu, Stranda- sýslu og lengra austur álitu sumir þetta einfaldlega boða þurrka- sumar, og þá eðlilega votviðrasumar, ef rigndi. Þótt þetta séu und- antekningar frá hinni almennu reglu, er tíðnin það mikil á Vest- fjarðakjálkanum, að athugavert er. Sagnir eru um það, að mönnum hafi verið svo mikið í mun að sannprófa, hvort frost væri fyrstu sumarnótt, að sett hafi verið út ílát með vatni um kvöldið og síðan vitjað um eldsnemma, áður en sólin næði að bræða skánina, og auðvitað var ílátið haft í forsælu. ílát þetta var ýmist skjóla, dallur, skál, grunnur diskur, undirskál eða skel, sem sýnist einna algengust. Um einstaka jafnvel nafn- greinda menn er sagt, að þeim væri svo hugað um þetta, að frysi ekki niður við bæ, hefðu þeir farið upp í fjöll til að aðgæta, hvort ekki sæist frostskán. Ýmsir svara því til, að ástæðulaust hafi verið að setja út ílát. Nógir væru pollarnir, ef tvísýnt þætti. En algengast er um land allt, að menn annaðhvort kannist við þennan sið af eigin raun eða hafi heyrt um hann frá öðru og yfirleitt sér eldra fólki. Ekki er unnt að finna nokkurn mun á tíðni þessa siðar eftir héröðum, nema hann virðist öllu meir ráðandi sunnanlands en norðan, fremur við sjávarsíðuna en í innsveitum. Þetta kann að eiga sér þær náttúrlegu orsakir, að tvísýnna hafi verið um hitastig á fyrrnefndu stöðunum, en frost öllu óbrigðulla á hinum síðarnefndu. Á stöku stað kannast menn alls ekki við siðinn, hafa ekki um hann heyrt. En þetta sýnist mjög einstaklingsbundið, því að í næsta nágrenni þekkja menn hann
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.