Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1970, Page 109
SUMARDAGURINN FYRSTI
113
það heimildir af sunnanverðum Vestfjörðum, að sveinbörn í reifum
væru borin út á hlað eða a. m. k. látin anda að sér sumarloftinu og
líta út um glugga, þætti veður of slæmt til að fara með barnið út.
Annars er undantekningarlítið öllum talið til heilla að fara
snemma á fætur þennan dag, þar sem það þótti fyrirboði um ár-
vekni á sumrinu. Sumarhugvekja sú, er oft var lesin sem húslestur
á þessum degi, hafði enda til útleggingar þennan ritningarstað úr
Rómverjabréfi Páls postula 13,11: „Oss er mál upp að rísa af
svefni.“ Einstaka heimildarmenn telja þó enga breytingu hafa verið
á fótaferðartíma, og eru þeir helzt úr Þingeyjarsýslum og Norður-
Múlasýslu. Ein heimild úr Eyjafirði segir jafnvel seinna hafa verið
risið úr rekkju en endranær, þar eð húsmóðirin hafi fært öðrum
í rúmið. En þessi afstaða er alls staðar í miklum minnihluta nema
í Norður-Þingeyjarsýslu.
Þar sem piltar fara ekki fyrstir á fætur, þ. e. á „stúlknasvæðinu",
gera það yfirleitt húsbændur nema á stórbýlum, þar sem voru sér-
stakir gegningamenn og eldabuskur. Þó þekkist sú undantekning á
slíkum bæjum, að húsfreyja fór fyrst á fætur í stað eldakonu á
þessum degi. Á stúlknasvæðinu fara þær semsé ekki endilega fyrstar
á fætur eða út, heldur sjá um kaffiveitingar seinna um daginn.
8