Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1970, Side 110
114
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
Nokkur gamansemi var sums staðar höfð í frammi í sambandi
við daginn og unga fólkið. Eitt var það á Austurlandi og reyndar
víðar, að upp voru skrifaðir á miða allir þeir, sem komu á bæinn á
einmánuði. Síðan var dregið um miðana á sumardaginn fyrsta, piltar
um stúlkur og öfugt, til að sjá, hver kæmi í hvers hlut. Önnur til-
högun var sú, að elzti ógifti maðurinn á bænum átti þá kvenper-
sónu, sem fyrst kom á sumrinu, og síðan eftir aldursröð. Kæmu
fleiri stúlkur í heimsókn en piltarnir á bænum voru margir, byrjaði
röðín á nýjan leik, svo að sumir urðu tví- eða jafnvel þrígiftir.
Sama gilti auðvitað um hitt kynið. Afbrigði af þessu þekktist og
vestur á Mýrum. Þar átti elzti ógifti karlinn sumardaginn fyrsta,
næstelzti annan dag sumars og svo koll af kolli. Þær stúlkur, sem
komu í heimsókn á þessum dögum, voru svo taldar eiga þann, sem
dagurinn tilheyrði. Þessi gamanmál líkjast mjög þeim sið, sem
annars þekktist víða: að skrifa upp alla, sem komu á jólaföstunni og
draga um þá á jólunum.
1 Austur-Skaftafellssýslu var sá leikur mönnum kær, að hver stúlka
í sveitinni, hreppnum, átti sinn sumardag eftir réttri boðleið. Sú
sem bjó t. d. austast átti fyrsta sumardaginn, sú næsta fyrir vestan
annan dag sumars o. s. frv. Væru fleiri en ein ógift stúlka á sama
bæ, átti sú elzta fyrsta daginn o. s. frv. Síðan var gamnað sér við
það um alla sveitina að finna samsvörun milli veðurfarsins hvern dag
og verundar og lundarfars stúlkunnar, sem átti hann.
VINNA OG KLÆÐNAÐUR
Hin almenna regla var sú um nær allt landið, að öll vinna var
felld niður nema brýnustu nauðsynjastörf, þ. e. mjaltir, gegningar
og matreiðsla. Á stöðum, þar sem vertíð stóð yfir, var og ævinlega
róið á þessum degi, ef gaf á sjó, en heldur var reynt að fara fyrr og
hafa róðurinn í styttra lagi, svo að unnt væri að hefja formanna-
veizluna tímanlega. Fólk fór yfirleitt í spariföt, börn a. m. k. strax,
en fullorðnir að afloknum morgunverkum. Sums staðar, einkum á
Austurlandi, virðist hyllzt til að klæðast í sem ljósleitust föt.
Frá þessari reglu finnast þó undantekningar, og eru þær aðallega
tvenns konar. Annarsvegar er engin breyting á vinnulagi yfirleitt,
öll störf unnin sem aðra daga og engin tilbreyting í klæðaburði.
Þetta finnst í mörgum héröðum, en virðist þó hvarvetna undan-