Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Årgang

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1970, Side 112

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1970, Side 112
116 ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS og því ákjósanlegur til slíkrar könnunar, en þess finnst einnig getið, að hún hafi ekki endilega verið bundin við þann dag. Þegar hætt var að færa frá, varð þessi athöfn ónauðsynleg, og tiltölulega fáar hafa haldið henni við af eintómum vana. Misjafnt var eftir heimilum og héröðum, hversu lengi fráfærur héldust við, og vart hefur sérhver húsfreyja verið svona fyrirhyggjusöm. Því er næsta eðlilegt, að sumir muni þetta glöggt, aðrir hafi heyrt þess getið, en flestir e. t. v. alls ekki. Nú er það svo, að á sumum stöðum átti þessi spurning naumast við. Á Suður- og Vesturlandi og reyndar mun víðar var það algengt, að húsbóndinn og allir vinnufærir karlmenn færu á vetrarvertíð fram til 11. maí, og sá þá kvenfólkið um gegningar, svo að einatt var lítil nýlunda fyrir húsfreyjuna að koma í fjárhúsin. E. t. v. er þetta ástæðan til þess, að á Vesturlandi er þess nokkrum sinnum getið, að allt heimilisfólkið færi í húsin til að líta á bústofninn á þessum degi. Á stórbýlum, þar sem bændur höfðu sérstakan sauða- mann, gat eins verið, að bóndi færi með honum að líta á féð eins og frúin. Þessa er a. m. k. tvisvar getið í Eyjafirði. Þá gat það stundum borið við, t. d. í þíðviðri Öræfasveitar, að búið væri að sleppa öllu fé á sumardaginn fyrsta. Að lokum skal nefnd ein heimild úr Eyjafirði, sem getur þess, að fyrir alla muni væri reynt að fara í selaróður á þessum degi. Annaðhvort fengist selur þá eða aldrei. LEIKIR OG SAMKOMUR Næstum alls staðar á landinu er það siður, að börn fari öðrum dögum fremur í leiki á sumardaginn fyrsta. Að sjálfsögðu léku þau sér aðra daga eða kvöld, en nú var þeim í fyrsta lagi ekki haldið til vinnu, og í öðru lagi komu börn af nágrannabæjum saman til útileika, ef veður var þesslegt. Var þá unnt að taka til leika, sem kröfðust nokkurs mannfjölda, svo að vel væri. í vonzkuveðri var víða farið í innileiki, jafnvel í hálftómum hlöðum, þótt slíkt væri sjaldan vinsælt af húsbændum. Ekki þykir ástæða til að nafngreina eða lýsa öllum þeim leikjum, sem taldir eru upp í svörum, þar sem slíkt er efni í aðra grein og enginn þessara leikja er sérstaklega bundinn sumardeginum fyrsta. En flest eru þetta eltingaleikir líkt og skessuleikur, hafnarleikur, skollaleikur, stórfiskaleikur, útilegu-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.