Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1970, Page 121

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1970, Page 121
125 náttúruskoðara. Og nú er saga hennar öll. Hún varð nær 79 ára, fædd 12. apríl 1892. Það var árið 1959, að þjóðminjavörður skrifaði frú Ásu fyrst, eftir bendingu kunningja hennar, og spurðist fyrir um hvort eitt- hvað væri hæft í því að hún ætti margt góðra gripa, sem hún hefði hug á að láta Island njóta á einhvern hátt eftir sinn dag. Ef rétt væri hermt, spurði þjóðminjavörður, hvort Þjóðminjasafn Islands gæti þá komið til greina sem viðtakandi slíkrar gjafar fyrir lands- ins hönd. Þarf ekki hér að orðlengja, að upp úr þessu spunnust mikil bréfaskipti, sem til þess leiddu að Ása fór að senda safninu góðar gjafir. Einu sinni á ári, stundum tvisvar, komu sendingar frá henni, og varð þetta að lokum mikið safn, sem í eru margir merkisgripir, sem nú eru og verða munu eign íslenzku þjóðarinnar. Þarf með tímanum að gera góða skrá um það allt saman. En Ása lét ekki hér við sitja. Snernma fór hún að hafa orð á að hún vildi einnig gefa til einhvers góðs málefnis eitthvað af þeim peningum, sem hún kynni að eiga, sem þó mátti skilja að ekki væru nein ósköp. En þegar hún seldi búgarðinn, fékk hún allt í einu handa í milli töluverða fjárfúlgu og varð nú enn áhugasamari um að gefa eitthvað í góðar þarfir hér heima. Kom þar að hún stofnaði myndarlegan sjóð, sem ber nafnið Minningarsjóður Ásu Guðmunds- dóttur Wright og er í vörzlu Þjóðminjasafnsins og á að vera til að gera því kleift að bjóða hingað erlendum fræðimönnum til fyrir- lestrahalds og efla þannig tengsl safnsins og íslenzkra fræðimanna við erlenda stéttarbræður sína. Þannig gerði frú Ása að veruleika í einu vetfangi draum, sem lengi hafði verið dreymt í Þjóðminjasafn- inu. Nú er þessi starfsemi þegar byrjuð, og var það mikið gleðiefni að geta sýnt frú Ásu fyrsta árangurinn af veglyndi hennar í safns- ins garð. Og lengi mun safnið búa að þessu handarviki hinnar íslenzku konu, sem lengstan aldur sinn ól í fjarlægum og fram- andi löndum. 1 kjölfar þessarar gjafar kom svo Verðlaunasjóður- inn, sem Ása gaf Vísindafélagi Islendinga. Sá er siður efnaðra manna víða í löndum, að þeir gefa fé til menn- ingarstofnana, oft þá í einhverju sérstöku skyni. Slíkir menn eru kallaðir mesenar. 1 bókinni Hundrað ár í Þjóðminjasafni skrifaði ég þessi orð 1962: „Þjóðminjasafnið hefur ekki enn eignazt þá hauka í horni, sem á voru máli nefnast mæringar. Ef til vill er þess enn von, að slíkir kunni að uppvekjast“. Vonin rættist með Ásu Wright, enda mun minning hennar lengi lifa í Þjóðminjasafni voru. Hún
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.