Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1970, Síða 123
SKYRSLA UM ÞJÓÐMINJASAFNIÐ 1969
Starfslið.
Hinn 1. janúar var Árni Björnsson cand. mag. settur safnvörður
við Þjóðháttadeild Þjóðminjasafnsins, svo sem boðað var í síðustu
ársskýrslu.
Hrönn Sigurgeirsdóttir skrifstofustúlka tók aftur við starfi sínu
hinn 15. marz, en að ósk hennar var starfi skrifstofustúlku skipt
til helminga milli hennar og Regínu Birkis, sem gegnt hafði starfinu
í forföllum Hrannar í upphafi ársins. Tók sú breyting gildi hinn 1.
nóvember.
Um haustið var Þór Magnússon skipaður í embætti þjóðminja-
varðar frá 1. september að telja.
Að öðru leyti var starfslið safnsins óbreytt frá því sem verið
hafði.
Þórður Tómasson vann að ýmsum söfnunarstörfum fyrir Þjóð-
háttadeildina eins og hin fyrri ár, og einnig samdi hann að verulegu
leyti spurningaskrár þær, sem sendar voru út á árinu.
Guðmundur Þorsteinsson frá Lundi vann í safninu nokkra mán-
uði fyrri hluta ársins að viðgerðum safngripa og ýmsum viðgerðar-
störfum öðrum, svo sem verið hefur undanfarin ár.
Svavar Sigmundsson vann lítils háttar á árinu við að ljúka end-
urskoðun örnefna í nokkrum hreppum, en annars var vinna hans við
safnið minni en ætlað var vegna kennslu við Háskóla íslands.
Lúðvík Kristjánsson rithöfundur var á launum hjá Þjóðhátta-
deild safnsins svo sem allmörg undanfarin ár við samningu ritverks
síns um íslenzka sjávarhætti. Því verki hefur nú miðað svo langt,
að Lúðvík hefur hafið ritun nokkurra kafla ritsins, en enn er þó
ekki ljóst, hvenær hægt verður að hefjast handa um útgáfuna sjáifa.
Almennt um safnstörfin.
Störf safnvarða voru með svipuðum hætti og á undanförnum ár-
um, skráning muna, viðgerðai'- og viðhaldsstöi’f, rannsóknir og
smærri athuganir, svo og eftirlit fornleifa.