Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1970, Page 125
SKÝRSLA UM ÞJÓÐMINJASAFNIÐ Í969
Í29
brúðarhúfur á fyrri öldum en munu hafa lagzt af á 18. öld. Skrif-
aði hún grein um þessar húfur í Árbók fornleifafélagsins 1969.
Þá rannsakaði frú Elsa mjög rækilega viðhafnarbúning þann, sem
safnið fékk léðan frá Victoria and Albert Museum í London í sam-
bandi við þjóðbúningasýningu safnsins, og mun hún skrifa um hann
fræðilega ritgerð síðar.
Auk þessa sér frú Elsa um rekstur Safnbúðarinnar, svo sem áður
hefur verið getið, en hún virðist geta orðið nokkur tekjustofn fyrir
safnið.
Gísli Gestsson hafði eins og fyrr eftirlit með gripum í sýningar-
sölum safnsins, en einnig hvílir mestöll ljósmyndavinna á honum,
en hún eykst ætíð nokkuð ár frá ári. Gísli vann einnig nokkuð fyrra
hluta ársins við uppsetningu og niðurskipan Byggðasafns Vestfjarða
á Isafirði. Þá annaðist hann einnig eftirlit gamla bænhússins á
Núpsstað.
Þorkeli Grímsson hélt áfram skrásetningu safngripa, og hefur nú
lokið skrásetningu og merkingu fram um 1966. Mánuðina júlí—sept-
ember var hann við rannsóknir á Reyðarfelli, svo sem skýrt verður
frá síðar.
Nokkrir sjónvarpsþættir tengdir safnstörfum voru gerðir á ár-
inu, eins og hin fyrri ár, en þeir voru þessir:
HörBur Ágústsson: Húsakostur á höfuðbólum, 24. janúar.
Elsa E. Guöjónsson: Með gullband um sig miðja, 25. febrúar.
Þór Magnússon: Hafði gull á hvítu trýni (um gripi tengda nafn-
kenndum mönnum); 25. marz.
Þóröur Tómasson: Æskuvinir (nokkrir hlutir frá æskuheimili höf.),
27. apríl.
Þór Magnússon: Gripirnir frá Jóni Vídalín, 15. nóvember.
Þór Magnússon: Þegar ljósmyndavélin kom, 12. desember.
Sjónvarpsþættir þessir hafa orðið allvinsælir, enda hefur verið
reynt að sýna þar og skýra ýmislegt, sem almenningur á yfirleitt
ekki aðgang að.
Á árinu var framkvæmd allmikil viðgerð á hitakerfi safnhúss-
ins, og var það liður í allsherjarviðgerð þess sem fyrirhuguð er og
skýrt var frá í síðustu skýrslu. Var breytt stofnlögnum í ketilhúsi
og tækjabúnaður endurnýjaður mjög. Breytt var ofnstærðum allvíða
í húsinu, þar sem útreikningar sýndu að þess væri þörf, og einnig
voru settir upp ofnar þar sem þeir voru ekki fyrir en þörf var á. Þá
. 9