Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1970, Síða 129
SKÝRSLA UM ÞJÓÐMINJASAFNIÐ 1969
133
opnuð að viðstöddum forseta Islands, dr. Kristjáni Eldjárn og frú
Halldóru Eldjárn, menntamálaráðherra og frú og allmörgum fleiri
gestum. Til stóð, að sýningin yrði opnuð árið 1968, en af því gat
ekki orðið. — Til sýningarinnar var vandað eftir föngum, og var
þarna sýnt bæði kvenbúningar yngri og eldri, kvensilfur tilheyr-
andi þeim svo og myndir, sem skýrðu búninga fyrrum og notkun
þeirra. Var þetta flest úr eigu safnsins, en sumt var þó fengið að
láni frá einstaklingum og öðrum söfnum, og miðdepill sýningarinn-
ar var forkunnarfagur og vandaður kvenbúningur með hempu, brúð-
arbúningur, sem fenginn var að láni frá Victoria and Albert Museum
í London og William Hooker hafði fengið hérlendis í för sinni hingað
1809. Hempan er örugglega úr eigu Sigríðar konu Ólafs Step-
hensen. Þetta eru einstæðir gripir, sem vöktu mikla og verðskuldaða
athygli, en sjálf var sýningin mjög vel sótt og kom á hana 2861
gestur, auk allfjölmennra skólahópa, sem ekki voru taldir. Ber að
þakka öllum þeim, sem lánuðu gripi til sýningarinnar eða unnu
að henni á annan hátt, en einkum hvíldi undirbúningur hennar og
skipulag á Elsu E. Guðjónsson safnverði, sem segja má að hafi
haft veg og vanda af sýningunni, þótt aðrir safnverðir ynnu einnig
að henni eftir föngum.
Bogasalur var leigður ýmsum aðilum til sýningar eins og verið
hefur undanfarin ár, og má segja, að miklu fleiri biðji um hann
fyrir sýningar en unnt er að verða við. Sýningar í Bogasal voru
þessar á árinu:
Elín Thorarcnsen, málverkasýning 18. janúar—2. febrúar.
Náttúruverndarnefnd hins ísl. náttúrufræðifélags, Náttúruvernd í
Bretlandi, 5.—16. febrúar.
fslenzkir kvenbúningar frá síðari öldum, 22. febrúar—10. marz.
Jens Kristleifsson, grafik, 15.—23. marz.
Félag ísl. teiknara, íslenzk bókagerð 1966—68, 2. —14. apríl.
Eiríkur Smith, málverkasýning 18.—27. apríl.
Gunnar Hjaltason, málverkasýning, 3.—22. maí.
Helgi GuSmundsson, málverkasýning, 17.—26. maí.
Vigdís Kristjánsdóttir, listvefnaður 11.—21. sept.
Snorri Sveinn Friðriksson, málverkasýning, 27. sept.—5. okt.
Félag isl. gullsmiða, afmælissýning. 11.—19. okt.
Gunnar S. Magnússon, málverkasýning, 25. okt.—4. nóv.
Karl Kvaran, málverkasýning, 8.—16. nóv.
Pétur Friðrik, málverkasýning, 22.—29. nóv.