Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Årgang

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1970, Side 135

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1970, Side 135
SKÝRSLA UM ÞJÓÐMINJASAFNIÐ 1969 139 Viöhald oamalla bygginga. Aðalátakið viðvíkjandi gömlu byggingunum var gagnger viðgerð baðstofuhússins á Keldum, sem orðið var mjög illa farið en var nú fært í gott horf. Hús þetta var reist 1891, og er baðstofan á lofti en undir henni stofur tvær, lítið svefnherbergi, og eldhús. Ekki mun hafa verið hreyft við húsi þessu að neinu ráði síðan það var reist. Mikill fúi var kominn í grind og sums staðar í þiljur og gólf, og járnið á baðstofunni var allmjög ryðgað. Hlaðnir veggir voru einn- ig farnir að gefa sig víða. Viðgerðina önnuðust Guðmundur Jónsson Ossabæ, Isleifur Sveins- son trésmiður Hvolsvelli og Jóhann G. Guðnason Vatnahjáleigu, og auk þess vann Oddur Oddsson á Heiði að veggjahleðslu. Teknar voru þiljur innan úr herbergjunum niðri og gert við grindina eftir því sem með þurfti. Var aflað rekaviðar til viðgerðarinnar og undir- stöður allar treystar, skipt um gólflista og þær þiljur, sem ónýtar voru, svo og gólfborð. Reynt var eftir megni að nota að nýju allt gamalt timbur eftir því sem unnt var. Veggir voru hlaðnir upp og aflað nokkurs af nýju og betra hleðslugrjóti. Skipt var síðan um járn á öllu húsinu og reiðingstorf, sem hafði verið til einangi’unar í þaki, tekið brott. Ýmsar aðrar lagfæringar voru gerðar á Keldum, t. d. brotinn niður steinsteypuveggur á lilaðinu og fyllt mikil gryfja við vesturenda eldhússins, þar eð hún fylltist ævinlega af snjó sem bráðnaði síðan og rann inn í húsin. Gryfja þessi var hins vegar leifar baðstofutóttarinnar, en baðstofan stóð fyrrum þar sem eld- húsið er nú og náði lengra til vesturs en það. — Þá var ráðizt í að gera pípuhlið í heimreiðina að Keldum og kostaði safnið það. Gestir þar skildu hliðið mjög oft eftir opið með þeim afleiðingum, að skepnur fóru í túnið, stundum oft á dag, þannig að ekki varð hjá því komizt að ganga frá hliðinu á þennan iiátt. Á næsta ári þarf síðan að mála baðstofuna utan og yfirfara önn- ur hús á Keldum, svo og að hlaða upp og snyrta traðirnar heim að bænum. Eins og áður hefur verið skýrt frá eru Keldur fjölsóttur fei’ðamannastaður og er því höfuðnauðsyn að hafa þar allt í sem beztu lagi, sem og annars staðar, þar sem slíkum menningarminj- um er við haldið. Safnið veitti á árinu nokkra ráðleggingu um viðgerð tveggja merkra húsa, Hvammskirkju í Norðurárdal og hússins Grettisgötu 11, Reykjavík. Hvammskirkja, sem reist er síðla á síðustu öld, var tekin til gagngerðrar viðgerðar, og var leitað til Harðar Ágústsson- ar um ráð við viðgerðina. Fóru hann og þjóðminjavörður upp að
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.