Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1970, Qupperneq 136
140
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
Hvammi til viðræðna við smiði og sóknarnefnd, og varð að ráði
að Hörður hefði eftirlit og segði fyrir um viðgerð kirkjunnar og
greiddi safnið honum nokkra þóknun, svo sem gert var viðvíkjandi
Búrfellskirkju í Grímsnesi fyrir tveimur árum. Þótti sjálfsagt að
koma til móts við áhuga heimamanna um að framkvæma viðgerðina
á þann hátt, sem kirkjunni sæmdi og koma í veg fyrir óhöpp af
því tagi, sem svo víða hafa hent á síðustu árum við viðgerðir gam-
alla húsa.
Hið sama var uppi á teningnum viðvíkjandi Grettisgötu 11. Þetta
hús reisti Jens Eyjólfsson byggingameistari snemma á öldinni og
bjó þar sjálfur, og er húsið eitt glæsilegasta hús borgarinnar frá
timburhúsaöldinni. Tókst að fá gert við það í sama stíl og í önd-
verðu og sómir það sér nú framúrskarandi vel. Þjóðminjavörður
kom nokkrum sinnum á þessa staði báða meðan á viðgerð stóð og
leit eftir verkinu.
Þá átti þjóðminjavörður nokkur bréfaskipti við utanríkisráðu-
neytið um ráðherrabústaðinn við Tjarnargötu, um að gera smá-
lagfæringar á útliti hússins.
Örlítið er nú farið að votta fyrir því, að áróður sá, sem rekinn
hefur verið undanfarin ár fyrir vernd merkra húsa, sé farinn að
bera árangur. Mönnum er farið að skiljast, að þarna séu menning-
arminjar, sem á sinn hátt eru engu ómerkari en bókmenntir eða
listaverk, og beri að umgangast þau eftir því. Þarf að ýta undir
þann áhuga, sem nú er að skapast, og velja úr nokkur einstök hús
og byggðaheildir til varðveizlu en gefa aftur önnur svæði eftir til
frjálsrar endurnýjunar.
Á árinu var lokið við að ganga frá þaki húss Bjarna riddara
Sívertsens í Hafnarfirði, sem oft hefur verið minnzt á áður í skýrsl-
um. Ekki var þó fleira gert í málum hússins, bæði vegna hinna
samfelldu rigninga, sem stóðu allt sumarið að kalla, svo og af öðr-
um ástæðum, einkum þó fjárhagslegum. Safnið veitti kr. 50 þúsund
til þessarar viðgerðar af því fé, sem á árinu var veitt til byggða-
safna. Ekki tókst að þoka málum Nesstofu neitt á árinu. Þjóðminja-
vörður átti tal við annan eiganda stofunnar og stendur hið fyrra til-
boð um sölu til ríkisins, en seljandi áskilur sér í staðinn íbúðarhús
þar í túninu. Fór þjóðminjavörður fram á, að nokkur fjárhæð yrði
ætluð á fjárlögum til að hefjast handa um byggingu slíks liúss, en
af því varð eigi.
Ríkisstjórnin hafði þó samþykkt fyrir nokkrum árum að kaupa
stofuna, og þarf að ýta betur á það mál á næstu árum.