Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1975, Page 9
STAFSMÍÐ Á STÓRU-ÖKRUM
13
VI. Þil við stigauppgöngu í bæjardyrum; stiganum er sleppt. Sjá 3. mynd.
kölluð krókgöng. Fyrsti áfangi er u. þ. b. 1,60 m breiður, milli stafa
1,20, og 2,80 m á lengd að norður-suður göngum. Annar áfangi er
viðlíka breiður en 5,10 m á lengd. Göng þaðan til stofu eru mjórri
eða u. þ. b. 1,20 m á breidd og 2 m á lengd. Hæð undir bita er u. þ. b.
1,80 m, en í topp 2,60 m. Stafgólfalengd er 1,30—1,70 m. Um
viðina í göngunum má með sanni segja að þar er sitt beinið af hverri
tíkinni. Flestir eru þeir aðkomnir úr öðrum húsum og eiga sér
sjálfsagt háan aldur sumir hverjir.
Lítum nánar á hvem byggingarlið fyrir sig og sjáum hvers við
verðum vís. Sneiðing um fyrsta stafgólf fremri ganga sýnir þetta
ágætlega (teikning V og 4. mynd). Stafir tveir, er hvíla á stoðar-
steinum, bera uppi syllur, bita og sperrur. Ekki verður við nú-
verandi aðstæður séð hvort sperrurnar eru tappaðar niður í bita.
Tekið er úr þeim að innan svo myndast einskonar oddbogi. Þær