Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1975, Page 10
14
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
U. mynd. Séð inn fremsta hluta ganga. Sjá teikningu V.
eru prýddar striki á neðribrún. Settur hefur verið oki á þær efst
og því óhægt um vik að sjá samsetningu þeirra í toppinn. Ofan á
sperruleggjum eru skörð eftir skarsúð. Á sperrum liggja nú ósam-
stæð langbönd og yfir þeim raftarusl, þó eru tvö strikuð þiljubrot
sunnanmegin í rjáfri fremra stafgólfs. Samskonar sperrur eru
við enda næsta stafgólfs fyrir innan og á þeim greinileg merki eftir
bruna. Bitinn, sem fremri sperrurnar hvíla á, er mun þykkari en
þær, gengur útaf syllum beggja vegna. Spor er í bitann neðanverðan
um miðju og gróp er markað í hann að ofanverðu eftir endilöngu.
Hann er settur samskonar strikum og sperrurnar, að ofan og á
brúnir þar hjá (teikning VII, 4). Nyrðri sylla er bersýnilega á
hvolfi. Gróp og strik er á henni að ofan (teikning VII,9). Syðri
syllan snýr að vísu rétt, þar er strik og gróp að neðan. Hinsvegar
sjást á efri brún hennar greinileg för bæði eftir skarsúð og lang-
bönd (teikning VII, 5). Það fer því ekkert á milli mála að hér er
kominn sperruleggur úr öðru húsi.
Syðri stafur, merktur A á grunnteikningu, er vænt tré 18X12 sm
í þversniði, skafinn að framan og til hliða, prýddur á brúnum með
striki í ætt við þiljustrikin (5. mynd og teikning XII, b). Að framan-
verðu hafa verið hoggin í hann spor tvenn, en milli þeirra er breitt