Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1975, Page 12
16
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
5. mynd.
Stafur
í göngum
merktur A
á grunn-
teikningu;
a norðurlilið,
b austurhlið,
c vesturhlið.
a b c
gróp. Trénaglamir standa enn í og einn er ekki fullrekinn í stafs-
eyrað. Enn er spor neðst á vesturhlið hans og annað grunnt ofar, tvö
neðarlega á austurhlið ásamt þilgrópsfari, sem gengur frá efri brún
neðra spors að syllu. Neðra sporið nær inn í það sem gegnt því er og
sést í gegnum stafinn. Allur er stafurinn auk þess skaddaður bæði á
brúnum og að framan.
Næsti liður í laupnum sem vekur athygli er stafur í næsta gólfi
fyrir innan, merktur C á grunnteikningu (6. mynd). Hann er
hálfmánalagaður í þversniði, u. þ. b. 18 sm á þykkt. Þilgróp gengur
eftir honum endilöngum á norðurhlið, sem víkkar út í spor neðst.
Á vesturhlið er annað spor neðst, hornrétt á það fyrrnefnda, lægra
og misbreitt, víkkar út neðst. Enn eru spor á staf þessum austan-
megin. U. þ. b. 20 sm frá neðri brún er grunnt spor, fyrir ofan það
í líkri fjarlægð er annað dýpra og uppaf því gróp, sem nær á miðjan
staf. Örlítið ofar og til hliðar er svo þriðja spor minnst. Efst á
stafnum eru misdjúpir klofar fyrir bitana, sem mætast í stafs-
höfðinu. Tekið er úr eyrunum norðanmegin. Gegnt þessum staf er
annar, merktur B á grunnteikningu, og vekur athygli (7. mynd).
Hann er sívalur að mestu, en búið er að höggva í hann skörð. Á
vesturhlið hans er í 24 sm hæð að neðan spor og 10 sm þar ofan við