Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1975, Page 14
18
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
7. mynd. Stafur í göng-
um merktur B.
8. mynd. Samkoma stafs D, syllu og bita.
Stofan er óþiljuð nema utan á framstafni og í rjáfri. Húsið er fimm
stafgólf og lætur nærri að hvert þeirra um sig sé 1,25 m eða 2 álnir
danskar. Það hefur verið portbyggt en nú eru neðri bitar horfnir
nema í stöfnum og einn sporaður framan á stafi um mitt hús. Það
sést þó af sporum í stöfum hússins hvar neðri bitar hafa setið eða
í u. þ. b. 1,80 m hæð frá gólfi (teikning VIII). Auk þessa eru þrír
efribitar, tveir í stöfnum og einn við enda fyrsta stafgólfs frá stafni.
I húsinu eru 12 stafir á stoðarsteinum og jafnmargar sperrur. Á
stafahöfðum hvíla flatsyllur, á þeim höggsperrur nema til enda,
þar sitja sperrur á bitum. Fjögur langbönd eru á hverjum sperru-
legg, tvö mjó og tvö breið, ofan á þeim reisifjöl og yfir kili langt
breitt borð.
1 stofunni er slangur af gömlum ess-strikuðum viðum (teikningar
VIII og IX). Fyrst ber þá að nefna tvo að því er virðist upprunalega
stafi, F og G á grunnteikningu. Stafur G er 2,30 m á hæð, breidd er
20 sm en þykkt 10 sm. Niður úr honum gengur tappi. U. þ. b. 52 sm
frá stafahöfði er spor um þvert á stafinn, 18 sm breitt en 3,5 sm
djúpt. Beint fyrir ofan þetta spor er annað minna sem gengur í
gegn, 5,5X11 sm. Fyrir neðan syllusporið er annað 95 sm neðar,