Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1975, Page 15
STAFSMÍÐ Á STÓRU-ÖKRUM
19
20,5 sm á breidd og jafndjúpt því fyrra. Á brúnum eru strik sem ná
niður að neðsta spori. Strikið er sömu gerðar og á bita í göngum
sem fyrr er nefndur. Tekið er úr 90° fals sem nemur breidd striksins
við brúnir efra og neðra spors. Á hliðum stafsins eru gróp.
Viðir með þessu striki eru fleiri. Ekki er t. d. langt að leita að syllum
sem fallið hafa í upprunalegu stafina. Þær liggja nú sem langbönd
í rjáfri stofunnar, tvær gerðir, 20,5X4,5 og 23,00X4,5 sm í þvermál
sú minni með striki og grópi á báðum hliðum, sú stærri einungis
öðrumegin. Neðsta langband í sunnanverðu ræfri gengur í heilu
lagi frá stafni til stafns og ber merki sama striks og stafurinn. Á
1,10 m bili er tekið úr köntum þess með sama móti og á brúnum
sporanna í staf. Á því bili eru tvö naglagöt. Norðanmegin neðst eru
svipuð langbönd en þau eru í fjórum bútum. Sá vestasti er aðeins
með striki og úrtaki öðrumegin, síðan koma tveir eins og syðra
langband og loks sá fjórði eins og sá fyrsti. Efstu langbönd eru
einnig að hluta til sömu gerðar. Enn er að geta þess að hluti reisi-
fjalar á suðurrjáfri stofunnar ber ummerki sömu ess-laga strik-
gerðar. Fjölin er og samstæð fjölunum í bæjardyraportinu sem
fyrr er nefnt. Hver fjöl er u. þ. b. 25 sm breið og 2,2 sm á þykkt,
strikuð einungis á annarri brún, hin er skorin í fláa fyrir þá næstu
og þannig koll af kolli (sjá teikningu IX, 1). Þá eru tveir