Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1975, Blaðsíða 17
STAFSMÍÐ Á STÓRU-ÖKRUM
21
10. mynd. Reisifjöl í stofu; neðsta langband er syllupartur úr stofu Skúla, sbr.
teikningu VIII og IX, 8.
bitar í stofunni sem bera samskonar strik, neðri biti við timbur-
stafn og- miðbiti sem áður er nefndur. Sá fyrri er með grópum ofan
og neðan, hinn gróplaus (teikning IX, 5 og 6).
Nú hafa verið talin tré þau er ess-laga strik hafa. Auk þeirra eru
önnur með hinu forna kantaða striki sem var á sumum trjánna í
göngum. Þetta eru efri og neðri biti við torfstafn og þrír sperru-
leggir, það er sperruleggur norðanmegin yfir öðru stafapari frá þil-
stafni og syðri sperruleggur yfir því þriðja og að lokum syðri sperru-
leggur yfir innsta stafapari. Efri biti í gafli er þeirra sverastur,
15X10,2 sm, með grópi að ofan og neðan og tveim strikum á þremur
hliðum (teikning VII, 1). Neðri biti er 13,8X8,9 sm með misstórum
grópum ofan og neðan og strikum einungis á hliðum (teikning VII, 2).
Innsti sperruleggurinn, 14X8,9 sm, er og með grópi ofan og neðan,
en með strikum einungis á einni hlið og ein hlið hans óunnin og
sporöskjulöguð í sniði (teikning VII, 7). Hinir tveir eru með strik-
um á neðri brún og neðri fleti, annar með eitt hinn með tvö, 13X6,8
sm og 12,7X7,2 sm (teikning VII, 3 og 6).
Þá eru upptaldir þeir viðir á Stóru-ökrum er bera merki fornrar
smíðar. Rétt er nú að gera sér betur grein fyrir þeim og ættum þeirra.