Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1975, Side 19
STAFSMÍÐ Á STÓRU-ÖKRUM
23
X. Teikning af fram-
stafni kirkfunnajr í
Borgund i Noregi,
gerð af Hermann
Phelps.
staðið. Annaðhvort í þili milli anddyra og stofu eða anddyra og
skála. Mér þykir þó trúlegra að þau séu úr skálaþili. Ástæðan er
sú, eftir því sem ég hef komist næst, að torfveggur er á milli stofu
og anddyra alveg fram á 17. jafnvel 18. öld. Þil eru að vísu sýnileg í
úttektum á milli skála og búrs, en yfirleitt er það sunnanlands, þó
finna megi í klaustrum fyrir norðan. Hinsvegar er líklegt að slík
þil hafi ekki verið eins íburðarmikil.
Fleira er merkilegt við þiljurnar á Stóru-ökrum. Fljótséð er að
þilborðin eru ekki samsíða. Eins og sést á meðfylgjandi teikningu
VI, er munurinn á breidd borðanna að ofan og neðan frá 1 sm uppí
10 sm. Af hverju stafar þessi breiddarmunur, hvaða tilgangi þjónar
hann? Þekkjast hliðstæður annarstaðar frá, hér á landi eða erlendis?
Ekki þarf lengi að leita til þess að finna samskonar ummerki í
norskum eða sænskum stafkirkjum. Sé litið á teikningu X, sem
er fengin að láni úr bók Hermanns Phelps, Die norwegischen Stab-
kirchen, sést t. d. að þiljur á framstafni Borgundarkirkju í Sogni
eru fleygmyndaðar á borð við þær frá Stóru-Ökrum. Þar er munur-
inn allt upp í 2" eða 5 sm. Sömu sögu er að segja frá Hedared kirkju
á Vestur-Gautlandi. Á skálaþilinu á Keldum má reyndar greinilega
merkja þennan breiddarmun. Þó hann sé ekki eins mikill og í dæm-
unurn hér á undan. Víðar má sjá vott um þennan sið. I þiljum
stofunnar frá Svínavatni, nú í byggðasafninu á Reykjum í Hrúta-
firði, er þessi munur einkar greinilegur. Veggir hennar eru að vísu
ekki gerðir með stafverkslagi, þ. e. a. s. þiljurnar eru ekki felldar
inn í húsgrindina eins og á Stóru-ökrum og Keldum, heldur innan
á hana. Engu að síður lifir í þilsmíði hennar gamall siður, sá sami
og hér er verið að fjalla um. Þar skiptast á strikuð grópborð og
óstrikuð fleygborð, en ganga þó ekki í heilu lagi niður, sett er sylla