Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1975, Page 21
STAFSMÍÐ Á STÓEU-ÖKRUM
25
I—I—I—I—I—I—I—(—|—|—| SM
XII a. Sneiðingar af grænlenskum
grópþiljum í ætt við þilið á Stóru-
Ökrum. (Tvær efri teikningar eftir
Aage Roussell).
H-H-hH-H—H 5m
XII b. Sneiðing af staf A, sjá og
5. mynd og teikningu V.
Um tilgang eða not hinna kringlóttu gata á þilborðunum á Stóru-
ökrum er verra að geta sér til. A. m. k. hef ég enga skýringu á þeim
eins og er. Birtugjafar geta þau tæpast verið, en e. t. v. naglaför.
Og enn skulum við gaumgæfa þil á Stóru-ökrum, þiljurnar fyrir
enda bæjardyraportsins, einkum þó þann hlutann sem næst er ganga-
dyrum, réttara sagt þrjú borð. Þótt fá séu, eru þau ákaflega forvitni-
leg, mikilvæg liggur mér við að segja, í ættarsögu hins norræna
stafverks. I höfuðdráttum gildir sama regla um samsetningu þess-
ara þriggja þilborða og hinna sem sagt er frá hér á undan. Þó er mis-
munurinn sá að grópþiljurnar eru miklu efnismeiri. Réttara væri
að kalla þær stólpa. Fleygborðið er hinsvegar áþekkt að lögun og
stærð og samskonar borð í þilinu bak stiga (2. mynd og teikning
XI, 3). Einkum er grópstólpinn nyrðri allrar athygli verður.
Lítum til fornra norrænna stafkirkna að nýju. Fyrstu kirkjur,
sem byggðar voru á Norðurlöndum, hinar svokölluðu trúboðskirkjur,
voru reistar þannig að digrir stólpar voru niðurgrafnir hlið við hlið
og tengdir saman með lausri fjöður. Yfir þetta stólpagrindverk var
sett þak. Leifar slíkra kirkna hafa fundist unnvörpum síðastliðna
áratugi í grunni yngri kirkna norrænna er enn standa. Næst er talið
að þilveggir hafi verið settir á aurstokka en hornstafir enn verið
jarðfastir. Lokaþróunin var sú að einnig hornstöfum var lyft úr