Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1975, Síða 22

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1975, Síða 22
26 ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS jörðu. Þarmeð hvíldi öll byggingin á undirstokkum lögðum á grjót- hleðslu. Að sjálfsögðu var þetta gert til að verja viðinn fúa. 1 sama mund stækkuðu kirkjurnar, urðu fullkomnari smíð. Þiljuborðin, sam- setning þeirra og gerð tóku hliðstæðum breytingum. Til er enn hluti trúboðskirkju í Greenstead í Essex á Englandi. Að vísu liggur suðurveggur kirkjunnar þar ekki í jörðu. Fyrir löngu hefur verið settur sökkull undir hann. Engu að síður eru stólparnir á sínum stað, með sínu upprunalega lagi. Veggjarleifar þessar eru taldar frá 11. öld. Ennfremur hafa fundist slíkar leifar vegg-gerða í jörðu, í kirkjugrunnum á Norðurlöndum. Frægastar eru e. t. v. bútarnir frá Maria Minor í Lundi, frá því um árið 1000 (teikning XI, 1 og 2). Þegar aurstokkarnir komu til hafa stólpar af þessari gerð reynst of þungir og krafan um léttari smíð fylgt í kjölfarið. Vandann hafa menn sjálfsagt leyst með því að þynna grópstólpann en láta fjöðrina vaxa að sama skapi. Engin goðgá er að ætla að þiljurnar frá Vánga, Stóru-Ökrum og Grænlandi eigi ættir að rekja til þessa þróunar- stigs. Hinsvegar er stólpinn okkar frá austurgafli bæjardyranna sömu gerðar og Greenstead-stólparnir (teikning XI, 1 og 3). Ég er ekki þar með að segja að hann sé frá 11. öld. Stílgerð og árgerð er ekki alveg það sama. Stíll getur lifað margar árgerðir ef því er að skipta. Það sem mestu varðar hér, er að grópstólpinn okkar frá Ökrum ber glöggt vitni þess að hér á landi hefur lifað forn smíða- tækni lengur en víðast hvar annars staðar á hinu norræna menn- ingarsvæði. Nú skulum við snúa inn í göngin á Stóru-ökrum. Fyrst er að víkja að staf þeim sem merktur er C á grunnteikningu (6. mynd). Stafurinn hefur upphaflega verið sívalur en nú er hann skaddaður á þeirri hlið sem að torfveggnum snýr. Á hinum hliðum hans eru margskonar smíðaummerki. Það er greinilegt að sporin neðstu á vestur- og norðurhlið hans eru eftir aurstokk og þverstokk. E. t. v. liefur stafurinn hvílt á þeim og ekki snert jörð. Hvar hefur undir- stokkurinn legið og hvar þverstokkurinn ? Með aurstokk á ég við tré sem liggur langs eftir torfhúsi neðst og ber stafi, með þverstokk á ég við slá sem gengur um þvert í torfhúsi og getur hvorttveggja verið við torfstafn eða staðið undir skilrúmsþili. Það er nokkurn veginn víst að stafur þessi er ekki úr „fínu“ húsi, þessvegna er ekki að vænta þess að það hafi verið þiljað. Það gat hinsvegar haft einhverskonar skilrúmsþil, jafnvel útiþil. Af þeim ástæðum tel ég líklegt að aurstokkurinn hafi gengið í vestara gróp en þverstokkur í það nyrðra og á honum hafi þil hvílt. Hvernig kemur nú þessi
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.