Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1975, Page 23
STAFSMÍÐ Á STÓRU-ÖKRUM
27
XIII. Teikning eftir Arne Berg er sýnir tvær
aðalgerðir í samsetningu norskra stafverksþilja.
XIV. Samkoma hornstafs og aurstokks í Huster-
knupp-húsinu þýska frá fyrri hluta miðalda.
Eftir H. Cliristie.
skýring' heim og saman við sporin og grópið á austurhlið stafsins?
Er ekki sem mér sýnist komin greinileg ummerki eftir sængurstað?
Ef efra sporið á þessari hlið er eftir rúmgaflsslá, grópið eftir rúm-
gaflþil og neðra spor eftir rúmstokk, sem tæplega er að efa, þá hefur
slíkt hús snúið þvert á það sem fyrr var lýst. Hver er þá skýringin?
Hún hlýtur að vera sú að búið sé að nota þennan staf a. m. k. tvisvar
í húsi við mismunandi aðstæður. Framar öllu geri ég þó staf þennan
að umtalsefni vegna þess að hann er einn af þeim örfáu smíðaum-
merkjum sem segja til um það hvernig samkomu aurstokks og stafs
var háttað í hinu forna íslenska stafverki. Mér vitanlega eru aðeins
til tveir aðrir, annar á Þjóðminjasafninu, hinn í göngunum á Stóru-
Ökrum, nánar tiltekið stafur A. Stafurinn hér á undan ber þó
tvímælalaust skýrust einkenni þess að hafa setið klárt og kvitt á
stokkum. Hann er einstakur í sinni röð eins og svo margt í torfhús-
unum á ökrum. Hann er líka dæmi um fornt smíðaminni. Ummerkin
neðst á stafnum eru gerðþróunarlega eldri en t. d. í norska staf-
verkinu. f því ganga sporin fyrir stokkana þvert í gegnum stafina.
Það verður að fara sunnar í álfuna og aftar í tímann til þess að sjá
hliðstæðu við íslenska stafinn, sem þó er gerðþróunarlega yngri
(teikning XIV).
Næst skulum við líta á staf er stendur skáhallt við þann sem nú
hefur verið lýst, merktur E á grunnteikningu, einkum þó á samkomu
syllu og bita (9. mynd og teikning XV). Á honum eru þilgróp á tveim
hliðum. Ofan í stafinn gengur klauf eða klofi, u. þ. b. 21 sm djúpur
og 7 sm breiður fyrir sylluna. Þvert á hann er annar grynnri u. þ. b.