Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1975, Page 29
STAFSMÍÐ Á STÓRU-ÖKRUM
33
11. mynd. Krosssperrur i norskri
stafkirkju.
til þess að þar sé sperrukverkin. Öþarfi hefur smiðnum þótt að full-
strika þar, augað hefur tæplega náð svo langt að sjá. Sé grópið upp-
runalegt hlýtur að hafa verið skilrúmsþil í þessu húsi, því strikað er
báðum megin á viðinn. Ennfremur er vert að benda á að syllan, sem
við nú köllum sperrulegg, er einstrikuð á hliðum. Sama er að segja
um nyrðri sylluna; hún ber öll einkenni þess að vera sperruleggur
með skilveggsgrópi. Hann er þá nú á hvolfi. Bitinn er meira vafa-
atriði. Hann ber reyndar tvímælalaust þau einkenni á neðri brún
að hafa einhverntíma verið notaður sem sperra. Það segir sporið
til um, sem vafalaust er eftir langband. Hinsvegar er sverleiki hans
það mikill, að meira er í ætt við bitann í stofu en sperruleggina. Hann
er þó aðeins einstrikaður á hlið, sem bendir til sperruleggs. Það gæti
hugsast að tekið hafi verið ofan af honum einhverntíma, og það mikið
að efra strikið væri nú horfið.
Stafurinn í göngum, merktur D á grunnteikningu, ber ekki sama
dökka lit og þau tré sem nú hefur verið fjallað um. Hann ætti því
tæplega að hafa verið í eldhúsi eða búri. Áferð og litur er svipaður
og á viðunum í stofu. Hann ber öll einkenni þess að hafa verið sperra
í upphafi, endasperra, það vottar einstrikunin á annarri hliðinni,
langbandssporið í brún hans og sú staðreynd að hann er óskafinn á
hinni hliðinni.
Þá eru það sperrurnar í fremstu göngum. Þær eru einn af
mörgum furðuhlutum þessa staðar, einstakar að gerð og lagi. Erfitt
er að segja til um hvort þær séu á upprunalegum stað eða aðkomnar.
Okarnir á þeim koma í veg fyrir að hægt sé að átta sig á smíðaum-
merkjum í toppnum. Eins er óhægt um vik að sjá frágang við sperru-
3