Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Årgang

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1975, Side 32

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1975, Side 32
36 ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS lega ungt. Sé rétt ályktað hér að ofan um stofu Skúla ætti það að hafa verið í notkun um miðja 18. öld. Það á eflaust ættir að rekja til barrokkstílsins. Nú mætti segja sem svo að laggarstrikuðu viðirnir séu elstir, þá þeir bandastrikuðu og loks þeir ess-strikuðu. Þetta er þó alls ekki víst. Hinar fornu strikgerðir áttu sér langa lífdaga og gátu verið í notkun ásamt sér yngri gerðum. Þessvegna er ákaflega erfitt að nota strik til tímasetningar. Ég minni á það aftur að það sem er gerðþróunarlega elst þarf ekki alltaf að vera raunverulega elst. IV Stóru-Akrar liggja undir hárri fjallkistu, sem við bæinn er kennd, hluti fjallgarðsins er veitir skjól mót austri einu blómlegasta byggðar- lagi landsins, Blönduhlíð í Skagafirði. Jörðin sjálf hefur til skamms tíma verið talin í hæsta gæðaflokki, hundrað hundraða að dýrleika. Það er til marks um landkosti Akraþingsóknar að innan marka hennar skuli vera þrjár jarðir metnar til hundrað kýrverða. Af meira gat enginn hreppur státað á íslandi utan einn, Hrafnagilshreppur í Eyjafirði. Ekki er þó öll sagan sögð um Akrahrepp. Þar var auk þess ein jörð metin á 90 hundraða, fjórar á 80 og sextán á 60 hundr- aða. Engan þarf því að undra þótt Blönduhlíð hafi í eina tíð verið vettvangur átaka og vígaferla. Reyndar allt þetta mikla landbúnaðar- hérað, Skagafjörður, sem lengst af sögu landsins var þungamiðja Norðlendingafjórðungs með sjálft biskupssetrið innan sinna vébanda. Það getur því enginn vafi leikið á að Stóru-Akrar er fornt höfuðból sem á sér langa og merka sögu. Út í þá sálma er þó ekki ætlunin að fara, heldur kanna svo sem framast er unnt sögu þess bæjar sem hér að framan hefur verið fjallað um. Að vísu er á brattann að sækja, heimildir eru af skornum skammti. Þó er sitthvað hægt að tína til. Þar ber fyrst að telja skjal eitt í Þjóðminjasafni, ritað á sínum tíma af Pétri bónda og ráðherra Jónssyni á Gautlöndum en afhent safninu af syni hans Jóni Gauta árið 1934. Frásögnina telur Jón gjörða í kringum 1905 og ber hún yfirskriftina „Húsalýsing á Stóru-Ökrum í Skagafirði". Það sem meira er, Pétur lætur fylgja grunnteikningu bæjarhúsa. Lýsinguna hefur Pétur á Gautlöndum eftir kunnum manni, Jóni blinda Jónssyni, sem þá bjó á Mýlaugs- stöðum í Aðaldal en hafði átt Stóru-Akra 1855—56 (teikning XIX). Aðrar heimildir, sem vert er að huga að, eru Árbækur Espólíns, Skag-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.