Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1975, Qupperneq 33
STAFSMÍÐ Á STÓRU-ÖKRUM
37
firðingasaga og bók Jóns Jónssonar Aðils um Skúla Magnússon
landfógeta. Hér við bætast upplýsingar sem Stefán Jónsson arkitekt
hefur góðfúslega léð mér, en þær hefur hann ritað niður eftir
Stefáni fræðimanni Jónssyni á Höskuldsstöðum. Auk þessa teikni-
drög, sem hann sjálfur gerði á staðnum árið 1950.
Skúli mun hafa keypt Stóru-Akra fjórum árum eftir að hann
var orðinn sýslumaður Skagfirðinga og flutti þangað vorið 1741.
„Húsaði hann þar bæ risulegan af dugguviðnum hollenzka, og sáust
menjar hans langt fram á nítjándu öld. Voru húsin virt á 500 rd., og
þótti mikið á þeim dögum,“7 segir Jón Aðils í bók sinni. Ekki getur
Jón um hvaðan honum er komin heimildin um virðingargjörðina, en
það eru engar ýkjur að 500 ríkisdalir er geysihátt verð á bæjarhúsum
í þennan tíma. Kristmundur Bjarnason fræðimaður á Sjávarborg
hefur sent mér í bréfi þær upplýsingar að Skúli fógeti lögfesti sér
Stóru-Akra 26. júní 1741. Bygging hefur því tæplega hafist fyrr en
eftir það. Um dugguviðinn hollenska er þess getið að í júlí árið 1740
strandaði hollensk dugga við Mallandstanga og önnur á Borgarsandi
16. apríl 1742. Talið er að Skúli hafi byggt bæ sinn „mjög af þeim
viði, er hann fékk af skipinu",8 eins og segir í Skagfirðingasögu og
er átt við seinna strandið. Samkvæmt því hafa byggingaframkvæmdir
ekki hafist fyrr en 1742. Stefán á Höskuldsstöðum telur bæinn byggð-
an á árunum 1743—45. Lítum þá næst á húsalýsinguna sem Pétur á
Gautlöndum skráði eftir Jóni blinda:
Húsalýsing á Stóru-ökrum í Skagafir'öi.
Jón blindi á Mýlaugsstöðum hefir lýst fyrir mér bæjarhúsum á Ökrum
eins og þau voru á milli 1850 og 1860, og af því mér virðist sú húsalýsing svo
merkileg fyrir þann sem byggði húsin og mjög fallin til að lýsa sál hans og
skaplyndi, hefi ég viljað halda henni til haga.
Jón blindi er fæddur 1829 og keypti Stóru-Akra 1855. Flutti þangað um
vorið og bjó þar 2 ár. Jón er prýðilega greindur, athugull og nákvæmur, og lýsir
því sem hann er kunnugur betur en nokkur sjáandi maður. Auk þess hefi ég
spurt hann svo nákvæmlega sem mér er unnt. Hefi ég eftir þessari lýsingu gert
teikning af gólfstærð og skipulagi húsanna, sem hér með fylgir, og bæti ég við
þessum skýringum:
1. Jón fullyrðir, að bærinn sé allur byggður eins og uppdr. sýnir hann, af
Skúla fógeta, að undanteknu „frúarhúsinu" (syðsta hluta baðstofu) er
einhver biskupsekkja, er þar var síðar, hafi byggt. Munnmæli voru, að
114 ár væru liðin frá því Skúli byggði húsin, þangað til Jón kom í Akra.
Ennfr. að Skúli hafi byggt alla veggi að húsunum samhliða, eitt lag á