Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1975, Síða 41
STAFSMÍÐ Á STÓRU-ÖKRUM
45
V
Væri nú ekki ráð undir lokin að færa sig ögn frá smáatriðarýninni,
líkt og þegar málverk er skoðað, og virða fyrir sér heildarmyndina.
Hún er í stuttu máli þessi:
Skúli Magnússon, síðar landfógeti, byggir stóran og óvenjubund-
inn torfbæ á Stóru-Ökrum í Skagafirði um miðja 18. öld, stuttu
eftir að hann gerðist sýslumaður Skagfirðinga. Efniviðinn í bæjar-
húsin fær hann að hluta til úr hollenskum duggum er strandað höfðu
á Mallandstanga og Borgarsandi. Engu að síður er ekki annað að
sjá en hann hafi nýtt viði úr fyrri húsum staðarins. Bær Skúla virðist
standa næstum óskertur fram á miðja 19. öld, en um það leyti er
skálinn niður tekinn og viðir hans seldir. Á sama tíma er baðstofan
minnkuð og sett á bekk, en var í tíð Skúla á porti. Ennfremur er
fremri hluta búrs og eldhúss breytt í skemmur. Þannig lagaður
virðist bærinn á ökrum standa fram til 1940 a. m. k. Þá byggja eig-
endur jarðarinnar, sem eru tveir, hvor sitt íbúðarhúsið. Tekur nú
gamla bænum að hraka. Litlu síðar kemur upp eldur í búri að sagt er
og eru þá búr og eldhús rifin. Við borð lá að bæjardyr og stofa færu
sömu leið, en þjóðminjavörður skerst í leikinn og kaupir húsin og
friðlýsir árið 1954. Ekki er annað að sjá við fyrstu athugun en húsa-
skipun og uppbygging bæjar Skúla hafi sætt tíðindum. Sumt af
því var e. t. v. áhrifavaldur eins og fyrirkomulag stofu og baðstofu.
Innanum húsaviði á Stóru-Ökrum eru svo aðrir enn eldri, sem veita
mikilvægar upplýsingar um forna íslenska stafsmíð, þar í bland
gætu verið kirkjuviðir staðarins. Á sama hátt eru smíðaummerki
frá tíð Skúla Magnússonar einnig merk heimild. Að vísu er enn
margt á huldu um byggingartæknilegt hlutverk þessara viðaleifa.
Bæð: er það, að enn betur má skoða, væri nær húsum á Ökrum gengið,
eins er hitt, að við nánari rannsókn annarra stafverksleifa íslenskra
má vænta þess að sumt skýrist betur. Eitt er víst að síðasta orð er ekki
sagt um staísmíðina á Stóru-Ökrum.
HEIMILDASKRÁ
1 í Reynistaðarklaustursúttektum er talað um „ófellda reisif.jöl“ á Selá
1857. 1 úttektum Melstaðarkirkjujarða er nefnd „hefluð og felld reisifjöl“
á Kolbítsá (Kolbeinsá) 1888.
3 Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns, X, Sk.fj.s. bls. 179.
3 Jarða- og búendatal Skagafjarðarsýslu 1781—1958, III, bls. 53.
4 Kristján Eldjárn: Forn útskurður frá Hólum í Eyjafirði, Árbók 1967, bls. 12.