Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1975, Síða 43
ÁRNI BJÖRNSSON
VÖKUSTAUR
Islenzkir þjóðhættir Jónasar Jónassonar frá Hrafnagili í útgáfu
Einars Ól. Sveinssonar, Rvík 1934, hafa s.l. 40 ár að óvenjumiklum
verðleikum verið taldir einskonar biblía um íslenzkt þjóðlíf allt frá
landnámsöld fram til síðustu aldamóta.
Frá því þjóðháttadeild Þjóðminjasafns íslands var stofnuð fyrir
12 árum, hefur óbeint verið unnið að því að prófa, hvernig þessi
biblíufræði stæðust, hvort heldur var textinn sjálfur ellegar þær
ályktanir, sem af honum hafa verið dregnar í ófáum þjóðlífslýs-
ingum í sívaxandi blaða-, bóka- og kvikmyndakosti þjóðarinnar.
Ekki verður annað sagt en að flest í þessari ágætu bók standist
gagnrýni. Fyrir þessu var gerð nokkur grein í Árbók Fom-
leifafélagsins 1970. Það skal einungis ítrekað hér, að sé um ein-
hvern misskilning að ræða meðal almennings um þessi efni, einsog
stundum kemur fyrir í t. d. barnatímum, heimildarmyndum eða
kynningarritum, þá er oftar um að ræða grunnfærni eða fljótfærni
þeirra, sem sækja efnivið sinn í þessa bók, heldur en rangfærslur
í henni sjálfri. Það ber einnig að hafa í huga, að vitaskuld vær
Jónas Jónasson beztur heimildarmaður um þau héruð, sem hann
þekkti af eigin raun á 19. öld, þ. e. Eyjafjörð, Skagafjörð og Rangár-
vallasýslu, sbr. formála EÓS að íslenzkum þjóðháttum, bls. XV
og XXI.
Eitt þeirra mörgu óljósu fyrirbæra, sem á verður rekizt í þjóð-
háttalýsingum, er vökustaur. Um hann segir svo í Islenzkum þjóð-
háttum bls. 113:
Margir urðu að leggja á sig vökur til þess að koma af ákvæðis-
verki sínu. En aldrei var þó hamazt eins og vikuna næstu fyrir
jólin, því að bæði var þá hvíldin í vonum, og svo þurfti að koma
svo miklu í kaupstaðinn, sem hægt var, til þess að skuldin í búðinni