Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1975, Síða 45
VOKUSTAUR
49
öðruvísi. En af því húsbændur á Islandi vita, að allir vilja hafa
nokkuð fyrir snúð sinn, var það venja, að hver húsmóðir gæfi
hjúum sínum í vökulokin, meðan staurvikan stóð yfir, góðan bita
af einhverju sjaldfeingnu bæði í sárabætur og fyrir það, að þau
legðu svo hart að sér með vökur og vinnu. Sá glaðningur, sem
gefinn var í því skyni, var kallaður „staurbiti”.
1 handriti Jóns, Lbs. 529 8vo, bls. 301, segir á eftir þessari lýsingu:
Bezt hefur hér frá sagt húsfrú Hólmfr. Þorvaldsd.
Hólmfríður var fædd 1812 í Holti í önundarfirði, dóttir sr. Þor-
valds skálds Böðvarssonar, sem þar var prestur 1810—1821, en
seinna á Melum í Borgarfirði 1821—1826 og í Holti undir Eyja-
fjöllum 1827—1836. Áður hafði hann átt heima í Kjósarsýslu og
Rangárvallasýslu. Móðir Hólmfríðar var Kristín Björnsdóttir frá
Bólstaðarhlíð í Austur-Húnavatnssýslu, einnig ættuð úr Skagafirði.
Hólmfríður giftist Jóni Guðmundssyni ritstjóra árið 1836, en hann
var ættaður úr Gullbringusýslu. Þau bjuggu síðan á Kirkjubæjar-
ldaustri, en lengst í Reykjavík. Það er því um marga staði að ræða,
sem Hólmfríður hefði getað öðlazt sínar upplýsingar frá, en þær virð-
ist hún hafa veitt Jóni Árnasyni á árunum 1850—60.
Það er einkum tvennt, sem gerir þessa frásögn ögn tortryggilega
í fyrsta lagi segja augnlæknar, að sé mönnum meinað að depla
augunum, verði þjáningar svo óbærilegar vegna þornunar sjáald-
ursins, að óhugsandi sé, að nokkur mannvera þoli við nema örstutta
stund, hvað þá geti unnið nokkurt handtak af viti. Hjá Jóni Árna-
syni og víðar sýnist þó koma fram, að unnt hafi verið að depla
augunum til hálfs. Það hafi einungis verið sárt.
Hitt er það, að ýmsar aðrar heimildir benda til mjög ólíks skiln-
ings á orðinu vökustaur, og einkar athyglisvert er, að þessar heim-
ildir eru nær allar frá austurhluta landsins eða frá Norður-Múla-
sýslu til Rangárvallasýslu. Þá merkir orðið matarglaðningur í ein-
hverju formi, og örlar raunar á þeim skilningi hjá Jóni Árnasyni,
en Jónas frá Hrafnagili nefnir hann ekki í sínu meginmáli. 1 tveim
þjóðsögum í safni Jóns Ámasonar er einnig minnzt á vökustaur í
þessari merkingu, og segir svo í annarri, I 133 (nýja útgáfan):
Það bar til einn vetur um kveldtíma sem menn kalla vökustaurs-
kveld að bónda vantaði að sækja matföng ofan í skemmuna, nefnil.
rikling, rafabelt og hákarl.
4