Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1975, Side 46
50
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
Þessi saga er höfð eftir Jóni Bjarnasyni bónda í Breiðuvík og
Brúnavík í Norður-Múlasýslu, en hann var uppi 1801—1873. Hin
sagan er komin frá Guðmundi Sigurðssyni á Gegnisstöðum og Lofts-
stöðum í Flóa, seinna líklega í Bráðræði við Reykjavík. Hann lifði
1808—1874 og segir hér frá ferð afa hans, sr. Guðmundar Bergssonar,
1733—1817, frá Sandfelli í öræfum að Kálfholti í Rangárvallasýslu.
Ætti sagan því að gerast vorið 1772, sbr. Islenzkar æviskrár og
Prestatal og prófasta. Einhversstaðar á leiðinni er gist í tjöldum,
og tveir drengir reika frá tjaldstaðnum og hitta fyrir tvær álfa-
stúlkur. Síðan segir, III 49:
Þær sögðu við þá að þeim væri núna bezt að koma með þeim heim
til þeirra því þær sögðust vaka yfir túninu og fengju þær í vöku-
staur (sem kallað er eystra) eitt rjómatrogið og svo mikið af
skyri ofan í sem þær vildu. „Og ef þið komið með okkur heim“,
segja þær, „þá skulum við gefa ykkur þetta því við vitum hún
móðir okkar leyfir okkur það“.
Brynjúlfur Jónsson frá Minna-Núpi hefur aðra útgáfu þessarar
sömu frásagnar í Dulrænum smásögum, Bessastöðum 1907, og hefur
hana eftir börnum og bamabörnum drengjanna, sem í þessu lentu,
en þeir voru Sigurður og Brynjólfur, synir sr. Guðmundar Bergs-
sonar. Þar kemur fram, að sagan hafi gerzt á Fjallabaksvegi nyrðra,
og þegar stúlkurnar koma með drengina heim til sín, segir móðir
þeirra, bls. 110:
„Jæja, telpur mínar, þið eruð komnar með drengina. Þið munuð
ætla að gefa þeim vökustaurinn ykkar“. Þær játa því. Hún tók
drengina af baki og fór með þá inn í búr. Þar gaf hún þeim skyr,
hrært í rjóma, að borða og fjellst þeim vel á það.
í báðum þessum þjóðsögum virðist vökustaur merkja mat, annað-
hvort um vetrar- eða vortíma.
Elzta dæmi um orðið vökustaur í prentuðu máli mun vera í Rímum
af Blómsturvallaköppum, Khöfn 1834, eftir sr. Þorstein Jónsson,
1737—1800, sem var ættaður úr Árnessýslu, en var prestur á
Dvergasteini í Norður-Múlasýslu 1769—1795. Rímumar hljóta að
vera ortar um eða fyrir 1780, því að elztu handrit þeirra eru frá