Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Årgang

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1975, Side 50

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1975, Side 50
54 ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS 1 þriðja lagi má nefna frásögn Steinþórs Þórðarsonar á Hala í Suðursveit, sem birtist í bókinni Nú-nú, Reykjavík 1970, bls. 93—94: Að Breiðabólsstað var hún (Oddný Sveinsdóttir) boðin í vöku- staurinn. Vökustaurinn er nú ekld skráður í almanakið okkar, en hann var skráður í huga og minni fólksins í Suðursveit og þótti mikil hátíð, ein mesta kjöthátíðin á árinu. Það var venjulega svona viku fyrir jól, og þessi vökustaur, hann var haldinn til þess að minnast þess við fólkið, — minnast þess mikla starfs, sem það hafði innt af hendi í tóvinnu. Og þá var vel látið á diska, af hangi- kjöti, flatbrauði og vel við. Þetta var ein næststærsta kjöthátíðin á árinu, næst sumardeginum fyrsta. Og Oddný var boðin að Breiða- bólsstað á þessari hátíð. Þá gefur Eyjólfur Guðmundsson á Hvoli í Mýrdal samskonar upplýsingar um vökustaurinn og fram koma í frásögninni af för sr. Guðmundar Bergssonar árið 1772. Þetta er í bók Eyjólfs, Vöku- nætur I 6, og miðast við árið 1876: Til þess að mega vaka vann ég að hreinsa út stekkinn. Loksins var fólkið komið í rúmin, og mamma rétti mér „vökustaurinn" og bauð mér góða nótt. „Vökustaur" var nesti til næturinnar. Nú var það „vangi“ og kökubiti með ostsneið og vel við. Þá kemur að þeim upplýsingum, sem fengizt hafa beint og óbeint vegna fyrirspurna þjóðháttadeildar. Ber þar mjög að sama brunni og í hinum prentuðu heimildum. Fólk um vesturhluta landsins, sem á annað borð kannast við orðið, kveðst yfirleitt hafa heyrt eldra fólk geta um þetta sem augnklemmur, stundum aðeins sem hótun í gamni, en hvorki það né eldra fólkið séð það notað sjálft. Skulu hér tilgreind nokkur dæmigerð ummæli úr ýmsum landshlutum. Þannig segir Jóhann Kr. Ólafsson úr Ölfusi og Biskupstungum, f. 1883: Vökustaura þekkti ég aðeins af sögnum. Þó ég muni ýmsa vera farna að geispa allhressilega undir vökulokin, þá sá ég aldrei settar spýtur undir augnalokin til að halda augunum opnum og held að sá siður hafi hvergi þekkst í mínu umhverfi. (ÞÞ 3647) Gíslína Sæmundsdóttir úr ölfusi, f. 1900: Vökustaur. Þetta aðeins heyrt að átt hafi sér stað á löngu liðnum tímum. ((ÞÞ 3643)
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.