Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1975, Side 53
VÖKUSTAUR
57
lokazt. Foreldrar mínir og amma töluðu oft um þá, og ég held,
þeir hafi verið lítið notaðir yfirleitt. Þeir voru illa liðnir og þóttu
mesta píslarfæri. (ÞÞ 2181)
Gestur Vilhjálmsson, Svarfaðardal, f. 1894:
Þegar ég var krakki, man ég eftir að talað var um vökustaura.
Voru þeir til þess að halda fólki vakandi, t. d. við smábandsprjón
fyrir jólin. Ekki veit ég, hvemig þeir voru áður fyrr, en það sem ég
sá, var þannig: Tekin var eldspýta, sett á liana brotalöm um
miðjuna, en ekki látin detta í sundur. Síðan tekinn sepi út úr
augnalokinu og brotalömin látin koma þar á og spýtan síðan rétt.
Átti hún þá að halda augnalokinu uppi og varna því, að maðurinn
sofnaði. Ekki held ég, að þá hafi þetta verið gert í alvöru, heldur
í gamni til að sýna í aðalatriðum, hvernig þetta hafi verið áður
fyrr. (ÞÞ 3685)
Þessu sama atriði bregður fyrir hjá Sólveigu Indriðadóttur úr
Aðaldal, Suður-Þingeyjarsýslu, f. 1910, og er það raunar eina dæmið
frá núlifandi manneskju, sem sjálf hefur þurft að hafa vökustaur
sem augntepru, jafnvel þótt það væri í hálfgerðu gamni:
Staðreynd er það, að ég heyrði talað um það, þegar ég var barn,
að vökustaurarnir væru einhverjar hömlur, sem vörnuðu þess, að
augun lokuðust og maður sofnaði við verk sitt, heyrði aldrei talað
um þá í annarri merkingu. Ég var mjög kveldsvæf sem barn,
einkum í skammdeginu, og fékk því oftar að heyra um vöku-
staurana en ella hefði verið. Og svo kom að því eitt kveld, er ég
var að lognast út af snemma á vöku, að gerð var alvara úr gamni
og settir á mig vökustaurar. Tekin var eldspýta, brotinn af henni
brennisteinninn og hún brotin varlega í miðju, þannig að hlutimir
tolldu saman. Þá var augað opnað vel og endarnir skorðaðir, annar
á augnahvarminn að neðan og hinn á augnalokið, og þannig hafði
ég þetta um stund. Gott var það ekki, ég gat alls ekki lokað augunum,
en ég gat deplað þeim dálítið, þó það væri ónotalegt og auðvitað
varð ég fegin, þegar tilrauninni var lokið, og hún var ekki endur-
tekin.
Vel get ég trúað, að annað eins og þetta hafi verið gert í gamla daga
við þá, sem hætti til að sofna við verk sitt á vökunni, ekki sízt
unglinga, en líklegt, að notað hafi þá verið mýkra, sveigjanlegra
og seigara efni en glerhörð og stökk eldspýta, sem þá hafa líka
naumast verið á boðstólum.
Ef þeir hafa verið úr mjúkum viði t. d. og kunnáttusamlega frá