Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Årgang

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1975, Side 53

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1975, Side 53
VÖKUSTAUR 57 lokazt. Foreldrar mínir og amma töluðu oft um þá, og ég held, þeir hafi verið lítið notaðir yfirleitt. Þeir voru illa liðnir og þóttu mesta píslarfæri. (ÞÞ 2181) Gestur Vilhjálmsson, Svarfaðardal, f. 1894: Þegar ég var krakki, man ég eftir að talað var um vökustaura. Voru þeir til þess að halda fólki vakandi, t. d. við smábandsprjón fyrir jólin. Ekki veit ég, hvemig þeir voru áður fyrr, en það sem ég sá, var þannig: Tekin var eldspýta, sett á liana brotalöm um miðjuna, en ekki látin detta í sundur. Síðan tekinn sepi út úr augnalokinu og brotalömin látin koma þar á og spýtan síðan rétt. Átti hún þá að halda augnalokinu uppi og varna því, að maðurinn sofnaði. Ekki held ég, að þá hafi þetta verið gert í alvöru, heldur í gamni til að sýna í aðalatriðum, hvernig þetta hafi verið áður fyrr. (ÞÞ 3685) Þessu sama atriði bregður fyrir hjá Sólveigu Indriðadóttur úr Aðaldal, Suður-Þingeyjarsýslu, f. 1910, og er það raunar eina dæmið frá núlifandi manneskju, sem sjálf hefur þurft að hafa vökustaur sem augntepru, jafnvel þótt það væri í hálfgerðu gamni: Staðreynd er það, að ég heyrði talað um það, þegar ég var barn, að vökustaurarnir væru einhverjar hömlur, sem vörnuðu þess, að augun lokuðust og maður sofnaði við verk sitt, heyrði aldrei talað um þá í annarri merkingu. Ég var mjög kveldsvæf sem barn, einkum í skammdeginu, og fékk því oftar að heyra um vöku- staurana en ella hefði verið. Og svo kom að því eitt kveld, er ég var að lognast út af snemma á vöku, að gerð var alvara úr gamni og settir á mig vökustaurar. Tekin var eldspýta, brotinn af henni brennisteinninn og hún brotin varlega í miðju, þannig að hlutimir tolldu saman. Þá var augað opnað vel og endarnir skorðaðir, annar á augnahvarminn að neðan og hinn á augnalokið, og þannig hafði ég þetta um stund. Gott var það ekki, ég gat alls ekki lokað augunum, en ég gat deplað þeim dálítið, þó það væri ónotalegt og auðvitað varð ég fegin, þegar tilrauninni var lokið, og hún var ekki endur- tekin. Vel get ég trúað, að annað eins og þetta hafi verið gert í gamla daga við þá, sem hætti til að sofna við verk sitt á vökunni, ekki sízt unglinga, en líklegt, að notað hafi þá verið mýkra, sveigjanlegra og seigara efni en glerhörð og stökk eldspýta, sem þá hafa líka naumast verið á boðstólum. Ef þeir hafa verið úr mjúkum viði t. d. og kunnáttusamlega frá
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.