Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1975, Page 55
VOKUSTAUR
59
Ég man, að kona ein gömul snemma á öldinni sagði um vöku-
staurinn: „Hann kom ekki við augað, heldur hélt aðeins uppi
augnlokinu“, og á þessu byggi ég mest þessa tilgátu núna. Senni-
lega er nú orðið langt síðan þessi þjóðháttur var í fullu fjöri, en
sagnirnar um hann eru ekki úr lausu lofti gripnar, það sannar
vökustaurstilhaldið nokkuð fram á þessa öld, og virðist það hafa
verið til minningar um fyrri tíma, því þá var kapp og ofboð á
tóskap að mestu úr sögunni. (ÞÞ 2853)
1 öðru bréfi (ÞÞ 3612) skýrir Helgi svo frá því, að gamla konan,
sem hann vitnar til, hafi heitið Karítas Diðriksdóttir, f. 1817 í
Vopnafirði og dáin 1911.
Þorkell Björnsson frá Hnefilsdal segir:
Þegar ég var krakki og unglingur, heyrði ég mikið talað um vöku-
staur og alltaf á þá lund, að þetta hefðu verið smáspýtur, sem
settar voru milli augnalokanna til þess að halda fólki vakandi við
vinnu sína. Móðurforeldrar mínir, fædd 1837 og 1846, sögðu svo
frá, svo og móðir mín. Að tala um vökustaur sem aukabita hefi
ég aldrei heyrt. (ÞÞ 2868)
Guðmundur Þorsteinsson úr Borgarfirði eystra og Uthéraði, f. 1901:
Móðir mín sýndi mér, hvernig „vökustaurar“ (augnateprur) voru
gjörðir, og hvernig frá þeim var gengið, og taldi til veruleika;
hinsvegar var vökustaur viss dagur með tilhaldi í mat. (ÞÞ 3671)
Helgi Gíslason, Fellum, Norður-Múlasýslu, f. 1910:
Vökustaurar heyrði ég sagt, að verið hefðu smáspýta, sem spelkað
var milli augnaloka til þess að halda fólki lengur vakandi við
vinnuna. Móðir mín á níræðisaldri segist hafa heyrt, að vökustaur
hafi verið nefnd rífleg máltíð á jólaföstu eða skömmu fyrir jól.
Var þá látið vel í askana, þannig að fólk fékk nægju sína að
borða. (ÞÞ 2728)
Svava Jónsdóttir, Borgarfiið. stra, f. 1909:
Þá er það fyrst vökustaurinn. Um hann get ég ekki sagt þér
annað en það, að einhverntíma á jólaföstunni var dálítið tilhald
í mat að kvöldi til, mig minnir að það væri á miðviku- eða föstu-
degi. Veit heldur ekki af hvaða tilefni, en í sambandi við tóvinnu
var það. Þetta tilhald var allsstaðar til sveita það ég bezt veit.