Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Årgang

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1975, Side 57

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1975, Side 57
VOKUSTAUR 61 Til þess að fyrirbyggja, að því sigi blundur á brá, sagði hún því að setja vökustaura á augnlokin, en það er spýta á stærð við eldspýtu, sem er brotin í miðju og klemmd á augnalokið. Má vel vera, að sumar húsmæður hafi þá gefið einhvern aukabita, a. m. k. hefur fólkið átt það fyllilega skilið. (ÞÞ 1523) Skafti Benediktsson, Lóni, Austur-Skaftafellssýslu, f. 1911: Á heimili foreldra minna var gömul kona, Guðný Jónsdóttir, fædd 1854. Sagði hún, að í sínu ungdæmi á Mýrum í Austur-Skaftafells- sýslu hefði verið algengt, að vinnufólkið hefði notað vökustaura, þegar lengi var unnið á kvöldin, og var það helzt fyrri part vetrar. Sagðist hún sjálf hafa orðið að hafa vökustaura. Sýndi hún okkur, hvernig þeir voru gerðir. Það var tekin grönn spýta, svipuð eld- spýtu, og í hana gerð brotalöm þannig að hún hékk saman. Brota- lömin var látin grípa í augnlokið og þar hékk hún föst og var anzi sárt að leggja aftur augað, en hægt að depla því. (ÞÞ 2739) Bergljót Þorsteinsdóttir, Hornafirði, f. 1903: Stjúpa móður minnar, sem hefur verið fædd um 1850, mundi vel eftir vökustaur. Hann var búinn til úr kvistgrein og settur undir augnalokin til að halda þeim opnum, þegar svefn sótti að. Ég er nú ekki viss um, hvað unnið var lengi á kvöldin, en mig minnir að það vera þar til fjósakonurnar voru komnar í hádegisstað. Ef til vill er þá klukkan 12 á miðnætti. Svo þegar búið var að koma ull í fat seint á jólaföstu, var soðið allrahanda góðgæti, hangikjöt, og var þetta í raun og veru uppskeruhátíð þeirra tíma, og var hátíðin nefnd eftir þessu þarfaþingi og kölluð vökustaur. (ÞÞ 2858) Magnea Gísladóttir, Þykkvabæ, Rangárvallasýslu, f. 1896: Vökustaur. Sagt var, að þegar fólk gat ekki vakað nógu lengi við vinnu sína á kvöldin, væru látnar einhverjar spýtur til að halda augnatóttinni opinni. Sumar húsmæður gáfu bita í vökutoll. Það var aldrei gert þar sem ég þekkti til, en ég hef heyrt talað um, að þetta hafi verið gert. (ÞÞ 3630) Þrátt fyrir þennan tvískinnung er matarglaðningur mjög ráðandi skilningur á þessu svæði, nema helzt í Hornafirði, einnig meðal nú- lifandi og nýlátins fólks. Andrés Björnsson, Borgarfirði eystra og Fellum, f. 1893, segir t. d. fullum fetum: 1 gamla daga var föst venja á hverju sveitaheimili, að húsmæður
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.