Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1975, Side 57
VOKUSTAUR
61
Til þess að fyrirbyggja, að því sigi blundur á brá, sagði hún því að
setja vökustaura á augnlokin, en það er spýta á stærð við eldspýtu,
sem er brotin í miðju og klemmd á augnalokið. Má vel vera, að
sumar húsmæður hafi þá gefið einhvern aukabita, a. m. k. hefur
fólkið átt það fyllilega skilið. (ÞÞ 1523)
Skafti Benediktsson, Lóni, Austur-Skaftafellssýslu, f. 1911:
Á heimili foreldra minna var gömul kona, Guðný Jónsdóttir, fædd
1854. Sagði hún, að í sínu ungdæmi á Mýrum í Austur-Skaftafells-
sýslu hefði verið algengt, að vinnufólkið hefði notað vökustaura,
þegar lengi var unnið á kvöldin, og var það helzt fyrri part vetrar.
Sagðist hún sjálf hafa orðið að hafa vökustaura. Sýndi hún okkur,
hvernig þeir voru gerðir. Það var tekin grönn spýta, svipuð eld-
spýtu, og í hana gerð brotalöm þannig að hún hékk saman. Brota-
lömin var látin grípa í augnlokið og þar hékk hún föst og var
anzi sárt að leggja aftur augað, en hægt að depla því. (ÞÞ 2739)
Bergljót Þorsteinsdóttir, Hornafirði, f. 1903:
Stjúpa móður minnar, sem hefur verið fædd um 1850, mundi vel
eftir vökustaur. Hann var búinn til úr kvistgrein og settur undir
augnalokin til að halda þeim opnum, þegar svefn sótti að. Ég er nú
ekki viss um, hvað unnið var lengi á kvöldin, en mig minnir að það
vera þar til fjósakonurnar voru komnar í hádegisstað. Ef til vill er
þá klukkan 12 á miðnætti. Svo þegar búið var að koma ull í fat
seint á jólaföstu, var soðið allrahanda góðgæti, hangikjöt, og var
þetta í raun og veru uppskeruhátíð þeirra tíma, og var hátíðin
nefnd eftir þessu þarfaþingi og kölluð vökustaur. (ÞÞ 2858)
Magnea Gísladóttir, Þykkvabæ, Rangárvallasýslu, f. 1896:
Vökustaur. Sagt var, að þegar fólk gat ekki vakað nógu lengi við
vinnu sína á kvöldin, væru látnar einhverjar spýtur til að halda
augnatóttinni opinni. Sumar húsmæður gáfu bita í vökutoll. Það
var aldrei gert þar sem ég þekkti til, en ég hef heyrt talað um, að
þetta hafi verið gert. (ÞÞ 3630)
Þrátt fyrir þennan tvískinnung er matarglaðningur mjög ráðandi
skilningur á þessu svæði, nema helzt í Hornafirði, einnig meðal nú-
lifandi og nýlátins fólks. Andrés Björnsson, Borgarfirði eystra og
Fellum, f. 1893, segir t. d. fullum fetum:
1 gamla daga var föst venja á hverju sveitaheimili, að húsmæður