Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1975, Page 58
62
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
veittu fólki sínu rausnarlega aukamáltíð á hverjum vetri í fyrstu
viku jólaföstu. Máltíð þessi nefndist „vökustaur", og hlökkuðu
allir ungir og gamlir til þessa dags, enda látinn á diskana þennan
dag mikill og góður hátíðamatur svo sem pottbrauð, smjör, ostur,
hangikjöt, súr matur, svið, sulta, hrútspungar, rúllupylsa, lunda-
baggi, grjúpán og fleira góðgæti.....Móðir mín skammtaði ætíð
vökustaur kl. 6 að kveldi og gaf molakaffi á eftir og spónamat á
venjulegum tíma kl. 9—10 fyrir háttatíma. Þessi aukamáltíð var
veitt fólkinu fyrir vel unnin störf á tóskapartímanum og þakklætis-
viðurkenning. Mig minnir að síðasti vökustaur vera hafður hjá
foreldrum mínum 1907. Eftir það var heimaull send í tóvinnu-
vélar, sem unnu ullina í vaðmál, lopa og band. (ÞÞ 2904)
Bjöm Guttormsson, Fljótsdalshéraði, f. 1900:
Um vökustaur vil ég segja þetta : Þegar ég var krakki, man ég
eftir því, að talað var um vökustaur. Hygg, að í sambandi við
hann hafi verið gjörður einhver dagamunur í mat eða drykk, en
á hvern hátt man ég óglöggt. (ÞÞ 1929)
Aðalbjörg Magnúsdóttir, Fáskrúðsfirði, f. 1928:
Tengdamóðir mín dvaldi á árunum 1910—12 á Kolfreyjustað hjá
séra Jónasi Hallgrímssyni þáverandi presti þar og konu hans, frú
Guðrúnu. Hún segir mér, að 3ja dag jólaföstu hafi jafnan verið
haldinn svokallaður „vökustaur", en það var matarveizla um
kvöldmatartíma. Utan heimilisfólksins var jafnan boðið þeim
mönnum, sem hjálpuðu til við að raspa dúninn ár hvert. Á borð
var borið hangikjöt, laufabrauð, flatkökur og allt það bezta, sem
til var í búrinu, og var þessi máltíð mikið tilhlökkunarefni hjá
bæði ungum og öldnum. Ekki var dansað, en spilað á spil og gefið
kaffi að síðustu, og mun þetta hafa staðið nær miðnætti. (ÞÞ 2727)
Þorbjörg Eiríksdóttir, Breiðdal, f. fyrir aldamót:
Hún man ekki eftir vökustaur sjálf, en hefur eftir móður sinni,
sem er frá Berufirði, að svo hafi kallazt kvöldbiti, sem fólkinu
var færður. Var spýtupinna stungið í kjötbita handa hverjum
manni. Þorbjörg telur, án þess að muna heimild, að notaðir hafi
verið sömu pinnar og til að spýta fyrir sláturskeppi. Henni finnst
helzt, að ekki hafi verið gefinn vökustaur nema einu sinni á vetri
e. t. v. eitthvað í kringum föstuna, þó ekki á sprengikvöldi. Augn-
teprur kannast hún við. Vökustaur í þeirri merkingu skilur hún,