Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1975, Síða 60
64
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
Jón Ormsson, Meðallandi, f. 1886:
Vökustaur var gefinn á jólaföstu. Til þess voru notuð hraun, ef
ég man rétt. Hraun voru búin til úr stórgripshöfðum, sem búið
var að flá skinnið af, og hrygg úr stórgripum. Þetta var ýldað og
þurrkað og reykt. Síðan var það soðið eins og annað kjöt og þótti
herramannsmatur. (ÞÞ 1496)
Einar Sigurfinnsson, Meðallandi, f. 1884:
Vökustaur var smáglaðningur — aukabiti — nánast skoðað sem
verðlaun fyrir vökult og vel unnið verk. En kvöldvökur skamm-
degisins voru drýgsti tíminn til tóvinnu. Ég man, að amma mín,
Kristín Einarsdóttir, f. 1830, bjó enn um 1900, vildi hafa og hafði
þenna sið. Hún sagði, að þessi aukabiti eða sopi, t. d. %—% úr
köku með smjöri ádrepnu, smáspil eða rifa af harðfiski — mjólk-
urbolli eða kaffi (síðar), hefði sumstaðar verið misjafn. Og ef
einhver var mjög lélegur vökumaður, var honum eða henni réttur
skammturinn á oddhvassri spýtu. Það var vökustaurinn, sem til-
haldið tók nafn af. Þetta tilhald tilheyrði vissum degi og tíma, en
það er í vökulok á föstudag næstan fyrir jól. Teprur. Smáspýtu-
flísar (líkt og eldspýtur) voru brotnar til hálfs og klemmdar á
augnalokið annað eða bæði, þannig að mann kennir sársauka, ef
augað lagðist aftur, var meðal, sem sumir notuðu til að halda sér
vakandi. Það var ekki staurinn, heldur hjálpartæki til að vinna til
vökustaursins. Þannig var orðið vökustaur túlkað og tamið í
Meðallandi fyrir, um og eftir síðustu aldamót. (ÞÞ 2776)
Hannes Hjartarson, Álftaveri, f. 1882:
Veit ekkert um vökustaur. Maður heyrði orðið nefnt, ef óvanalega
lengi var vakað á kvöldin og menn fengu þessvegna aukabita. Það
nefndist vökustaur. Veit ekkert um augnteprur. Hef ekki heyrt það
nefnt. (ÞÞ 3690)
Marta S. Jónasdóttir undan Eyjafjöllum, f. 1903:
Eg fór að spyrja móður mína, sem nú er 95 ára (árið 1970) og
man allvel frá fyrri tíð, hvað hún hefði til þessara mála að leggja.
Hún segir það hafa tíðkazt, þegar hún var í æsku, að gefa fólk-
inu einhverja hressingu á vökunni og þá helzt í tilefni af því að
verið var að ljúka við eitthvert sérstakt verk, t. d. voð eða annað,
sem átti að koma af fyrir jólin. Hún segir það ekki hafa verið í
neinni sérstakri viku og ekki heldur á hverju kveldi, sem þessi