Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1975, Page 61
VÖKUSTAUR
65
hressing var gefin og nefndist „vökustaur", en bara öðru hvoru á
jólaföstunni. En „augnteprurnar“ segist hún ekki hafa komizt
í kynni við, en heyrði vitanlega talað um þær og þá gjaman skopazt
að. (ÞÞ 1771)
Ástríður K. Thorarensen, Fljótshlíð og Hvolhreppi, f. 1895:
Jeg hefi aðeins heyrt vökustaur nefndan í sambandi við vökunótt
yfir kú, sem er að bera — eða, þegar vakað var yfir túni á vorin,
en það var algengt, áður en girðingar komu til sögunnar, — þá
fékk sá sem vakti matarbita til næturinnar, og var hann kallaður
vökustaur. Það er nú eins og vökustaur eigi eitthvað skylt við
augnteprur, — þær heyrði jeg nefndar, þegar jeg var krakki, —
en j eg held, að fáir hafi virkilega trúað, að þær hafi verið notaðar,
og var fremur sagt frá þeim einsog skringilegri sögu. Enginn af
gamla fólkinu, sem jeg þekkti, mundi eftir þessu sjálfur, en ein-
hver fótur átti að vera fyrir því. (ÞÞ 1934)
Guðrún S. Guðmundsdóttir, Holtum, Rangárvallasýslu, f. 1885:
Þekki ekki augnteprur nema af afspurn. Vökustaur (í merking-
unni matur) var flatkaka með smjöri og kæfu, gefin þeim, sem
þurfti t. d. að vaka yfir kú, sem var að fæða kálf, eða vaka fram
yfir venjuleg háttumál í þágu húsbændanna. (ÞÞ 3705)
Þessar upplýsingar í heild leiða raunar ekki til neinnar niður-
stöðu um upphaflega merkingu fyrirbærisins vökustaur. Samt eru
nokkur atriði fullrar athygli verð:
1) Nær allar heimildir, sem eldri eru en þjóðsögur Jóns Árnasonar,
benda á merkinguna matarglaðning.
2) Eini heimildai-maðurinn (Sólveig Indriðadóttir), sem sjálf hefur
prófað vökustaur sem augntepru, hefur þó aðeins upplifað það
sem gamanmál og hótun.
3) Merkingarmunurinn virðist vera mjög svæðabundinn, einsog sjá
má á meðfylgjandi korti.
Vökustaur í merkingunni matur eða átveizla virðist varla þekkj-
ast frá Árnessýslu að sunnan, vestur og norður um, allt til Norður-
Þingeyjarsýslu að norðaustan. Slæðingur er til af þessari merkingu
á Suðaustur- og Austurlandi, en þar er hin merkingin þó yfirgnæf-
andi og eindregnust á Fljótsdalshéraði og Austfjörðum. Rang-
5