Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1975, Page 62
66
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
árvallasýsla hefur þá sérstöðu, að þar er ekki síður gert ráð fyrir
vöku við önnur verk en tóvinnu, t. d. vöku yfir túni eða kú. Tveir
heimildarmenn úr Austur-Skaftafellssýslu telja þennan glaðning
eiga sér stað seinni hluta vetrar, en ekki á jólaföstu. Allt rennir
þetta þó enn einni spækju undir þá tilgátu, að menningarleg skipt-
ing íslands hafi öllu fremur verið milli austur- og vesturhluta þess,
heldur en norður- og suðurhlutans, og mörkin e. t. v. verið Þjórsá
að sunnan og í þessu tilfelli Möðrudalsöræfi að norðan.
Rétt væri, áður en þessu máli slítur, að huga ögn að merkingu
orðsins staur. Nú á dögum kemur mönnum helzt í hug símastaur eða
girðingastaur eða annað af viðlíka stærðargráðu. Ljóst ætti þó að
vera af ívitnuðum heimildum, að staur þurfti ekki áður að merkja
annað en smáflís, enda fyrmefnd menningarfyrirbæri einsog girð-
ingar og firðtal næsta óþekkt á þeim tíma. Sú skýring er því engu
fráleitari, að staur (spýtu) hafi verið stungið gegnum einhvern
matarbita, heldur en hann væri klemmdur á augnalok.
Hinsvegar er til orðtakið „að eiga staurinn með eitthvað", sem
Sigfús Blöndal telur í orðabók sinni að merki „að eiga í örðugleik-