Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1975, Side 66
70
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
veg á hentugra vegarstæði, og væri ætlunin að sveigja þjóðveginn
frá brúnni á austari kvísl Héraðsvatna mikið til norðurs yfir lág-
lendið framan við þingstaðinn og láta hann koma upp á bakkana
norðan hans. Var þetta vandlega athugað og rætt, og þegar sýnt
þótti að vegurinn mundi örugglega liggja upp á bakkana nokkru
norðan við hið afmarkaða rústasvæði, þótti ekki rétt að standa gegn
þessum framkvæmdum, þótt ekki væru þær til bóta fyrir hið frið-
lýsta svæði.
Þegar svo verið var að ýta upp jarðvegi þar sem vegurinn liggur
upp á bakkana, sem þarna eru eins og dálítið hamrabelti, og jafna
úr nefi sem gnæfði í miðri brekkunni, tók flokksstjórinn, Alfreð Jóns-
son, eftir því að bein lágu í flaginu þar sem jarðýtan hafði farið
yfir. Taldi hann að þama kynni að vera um forna gröf að ræða, lét
því stöðva verkið og tilkynnti þjóðminjaverði um fundinn eins og
um hafði verið samið ef eitthvað forvitnilegt skyldi koma í Ijós. Þá
um haustið rannsakaði ég (GÓl) fundarstaðinn lítilsháttar að beiðni
þjóðminjavarðar, 14.—17. sept., og gat þá slegið því föstu, áður
en ég varð frá að hverfa vegna óhagstæðs veðurs, að þarna var fundin
tóft sem ekki var áður vitað um. Fyrir uppgröftinn mun ekki hafa
sést móta fyrir henni á yfirborði, enda hefði hún varla lent fyrir
utan friðaða svæðið ef svo hefði verið.
Rannsóknarlýsing
Sumarið eftir héldum við er þetta ritum svo áfram rannsókninni
og grófum upp það sem eftir var af tóftinni (20.—24. júní). Það kom
í ljós að hún var mjög sködduð, trúlega af völdum jarðýtunnar.
Vantaði allan norðurgaflinn og nær alla austurhliðina. Eústin sneri
sem næst NNV—SSA. Fer hér á eftir greinargerð fyrir því sem fram
kom við uppgröftinn, sjá uppmælingu á 2. mynd.
Af veggjunum var lítið eftir annað en undirstöðurnar, sem voru
að mestu gerðar úr einfaldri röð steina við ytri og innri veggjar-
brún. Sýna þessar undirstöður að þykkt veggjanna að neðan hefur
verið um 1,70 m þar sem þeir eru þynnstir (við suðurgafl) og allt
upp í 2 m á vestari langhlið, og er þá mælt eftir undirstöðustein-
um sem ætla má að ekki hafi færst úr stað. Leifar af torfveggjum
mátti sjá í þverskurði og voru þær um 30—40 sm að hæð.
Suðurgaflinn er eina heila hliðin sem varðveitt er. Hann er nær
réttir 7 m að lengd, og er eins og allt húsið gerður úr aflöngum