Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1975, Page 68
72
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
3. mynd. Séð norður eftir rústinni. Fremst er suðurgafl, vesturhlið til vinstri.
Til hægri má sjá þverlileðslu, „básvegg“ við austurhlið. Nýi vegurinn sést
í baksýn.
Vesturhlið tóftarinnar var allsködduð af frosti, en þar að auki
hafði jarðýtan eyðilagt norðurhluta hennar. Það sem eftir stendur
er 7 m löng ytri hleðsla. Hún er þannig gerð að stórum aflöngum
steinum hefur verið raðað með mjóu endana saman í einfalda röð
og síðan önnur steinaröð ofan á. Norðurhlutinn var svo úr lagi færður
að ógerlegt var að sjá hvernig efri steinarnir hafa legið þar, en
nokkru sunnar liggja steinar úr efri röð í réttum skorðum og sést
þar að þeir snúa þversum á neðri röðina. Innri hleðsla vesturveggj-
arins, sem 5,5 m hafa varðveist af, er einnig tvöföld, þó að hún sé
ekki jafn skipulega hlaðin og sú ytri.
Sunnarlega í vesturveggnum er einföld röð aflangra steina þvert
í gegnum vegginn. Þessi steinaröð kemur dálítið á óvart því að svona
skilrúm í undirstöðum undir vegg virðist ekki þjóna neinum til-
gangi, og kunnum við enga viðunandi skýringu á því. Við austur-
vegg hússins, 60—70 sm frá innri brún suðurgafls, var steinaröð,
um 1,2 m löng og samhliða gafli, líkt og þarna hefði verið afmark-
aður bás eða klefi. Ekkert fannst á þessu svæði sem gefið gæti
frekari skýringu á því, hvernig þetta horn hefur verið notað. Þessi
steinaröð var í sömu hæð og veggjasteinar.