Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Årgang

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1975, Side 70

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1975, Side 70
74 ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS Ekkert greinilegt gólf var í rústinni en smáflekkir af viðarkola- salla og móösku hér og þar. Stoðir höfðu borið uppi þakið í byggingunni og mátti greina að verið höfðu tvær raðir eftir endilöngu húsi. Fundust þrjár holur úr eystri röðinni en tvær úr hinni vestari. Bilið milli holanna í eystri röð var 1,5 og 1,7, en milli hinna tveggja í vestari röð 1,8 m. Á milli raðanna hefur verið rúmur metri (4. mynd). Leifar fundust af sjálf- um stoðunum í tveimur syðri holunum í eystri röð. Stoðirnar virtust hafa verið ákaflega grannar, eða ekki nema 5—7 sm í þvermál. Sjálf- ar holumar voru allar mun stærri, 15—20 sm í þvermál, og hafði verið fyllt í þær með sandi allt í kringum stoðirnar en ekki stutt að með neinu grjóti. Holurnar voru um 40 sm að dýpt. Miðholan í eystri röð var tvöföld, þ. e. þar höfðu sýnilega verið tvær stoðir hvor á eftir annarri og ekki nákvæmlega á sama stað. Á tveim stöðum, sunnan við syðri holu í vestari röð og suðvestan við nyrstu holu í eystri röð, voru steinhrúgur litlar sem hefðu getað verið undirstöður undir stoðir sem ekki voru grafnar niður. Gætu þær bent til að breyt- ingar hefðu verið gerðar á burðargrind hússins einhvem tíma meðan það var í notkun. Við suðurgafl var lítil grjóthleðsla sem torvelt er að segja um til hvers hefur verið, 70 sm löng, 20—30 sm víð. Var hún gerð úr fremur flötum steinum og var líkast því sem um lítinn stokk eða þró væri að ræða, sem væri nú fallin saman (5. mynd). Ekki virtist þó sem hún hefði verið ætluð undir eld eða glóðir því hvorki var að finna vott af ösku né kolum í henni. Frá neðri brún veggjasteina var skammt (10—25 sm) niður á rauðleita möl sem var undir allri tóftinni. Yfir mölinni var óhreyfð mold. Engin eldri bygging hefur því verið á þessum bletti. Við vesturvegg miðjan kom í ljós 2—3 sm þykkt lag af viðar- kolum, móösku og brunnum beinum og hélt það áfram undir innri steinaröð og inn undir miðjan vegg. Hús þetta er því reist þar sem áður hefur verið kastað út ösku frá nálægri byggð og má því álykta að einhverjar af næstu tóftum séu eldri en þessi. Yfir tóftinni lá samskonar lag, sem er merki um mannavist á þessum slóðiun einnig eftir að hætt var að nota húsið.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.