Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1975, Page 71
RÚST í HEGRANESI
75
5. viynd.
Steinhleðsla
við suðurvegg.
Steinþró,
fallin saman?
Fundnir munir
Fátt fannst af munum í húsi þessu:
1. Sívöl nál eöa prjónn úr beini (6. mynd). Nálin breikkar í annan
endann, sem er flatur. Þar hefur verið auga, sem nálin hefur
brotnað um. Tvö brot eru varðveitt, annað 9,7 sm langt og um 1 sm
á breidd, þar sem það er breiðast. Hitt brotið er af breiða endanum
2,8 sm breitt og 0,7 sm þykkt. Nálin er lítið eitt bogin. Af útlínum
að dæma, vantar um 1 sm við nálaraugað. Einnig er bláoddurinn
skaddaður, þannig að samanlögð lengd nálarinnar hefur ekki
verið undir 12 sm. Slíkar nálar er algengt að finna meðal mið-
aldaleifa á Norðurlöndum.
2. Brot úr brýni úr skífersteini, 4,4 sm langt, mest breidd 0,8 sm.
3. Lítill jámnagli, 3,7 sm langur; virðist tígullaga í þversniði.
4. Þrjú brot úr beinum, sem hafa verið tálguð til.
5. 16 smásteinar, kalsedónar, fundnir hér og þar um húsið.
6. mynd. Beinnálin; sem næst eðlileg stærð.