Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Årgang

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1975, Side 76

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1975, Side 76
80 ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS þeim, sem hér um ræðir, kirkjunöfnunum, þá eru fjölmörg örnefni vitanlega dregin af kirkjum, sem verið hafa á staðnum, en þess eru einnig dæmi um allt land, að steinar, klettar eða fjöll, sem minna á kirkjur að lögun, heiti kirkjunafni, sbr. örnefni eins og Steinkirkja, Álfakirkja, Tröllakirkja o. s. frv. Hið tignarlega Kirkjufell við Grundarfjörð er að líkindum í þessum flokki og hefur þá sennilega heitið Kirkja fyrrum, enda hét Grundarfjörður eða annar hvor vaðallinn í honum Kirkjufjörður að fornu (Landnáma; Kálund II, 367, 390). Bærinn Kirkjufell stendur undir fellinu, og er ekki kunnugt um, að þar hafi verið kirkj ustaður. Fleiri dæmi hafa verið tilgreind um, að bæjarnafn með Kirkju- í fyrra lið sé ekki dregið af guðshúsi, heldur kletti, sem minnir á kirkju, og það þótt bænhús hafi verið á staðnum á fyrri tíð. Um bæinn Kirkjuskarð á Laxárdal í Austur-Húnavatnssýslu segir Jón Eyþórsson: „Bærinn er kenndur við skarð, sem gengur norðaustur í fjöllin og gapir við honum. Á sunnanverðu skarðinu er klettastrýta, sem nefnist Kirkja. Þar af nafnið, en bænhús var á Kirkjuskarði í kaþólskum sið.“ (Árbók Ferðafélagsins 1964, 40). Dæmi má taka af öðrum nafnaflokki, kastalanöfnunum: Af Sturlungu má sjá, að títt hefur verið hér á landi á þeirri ófriðaröld, að menn reistu kastala, sem svo voru nefndir, þ. e. virki eða vígi, við bæi sína, en orðið kastali er tökuorð úr latínu eins og klaustur, lat. castellum, dregið af castrum ’víggirtur staður’ með smækkunar- endingu, í fleirtölu castra ’herbúðir’, samstofna casa ’hús’. Vart er að efa, að sumir slíkir kastalar við íslenzka bæi hafi borið Kastala- nafn, þó að þess sé ekki getið í fornum heimildum. Allmörg dæmi eru um, að hólar í túnum á íslenzkum bæjum heiti Kastali, t. d. á Ökrum á Mýrum, Svínhóli í Miðdölum, Hvoli í Saurbæ og í Purkey á Breiðafirði, og kunna þau nöfn í sumum tilvikum að vera minjar um hina fornu bæjarkastala. Hinu má þó ekki gleyma, að algengt er víðs vegar um land, að náttúrlegir klettar, sem minna á kastala og oft eru fjarri bæjum, heiti Kastala-nafni, t. d. Kastalar á Þingvöllum og á Kársnesi í Kópavogi, Kastáli á Skarðsströnd og í Núpsdal í Mið- firði. Stundum kunna þó slíkir náttúrlegir klettar í næsta nágrenni bæja að hafa verið notaðir sem kastalar. Hjá Svignaskarði í Borg- arhreppi eru hamrar vel fallnir til varnar (þar sem hringsjáin er nú), og er þess getið í Sturlungu, að Sturla Þórðarson „færði bæinn upp á hamrana” árið 1256, er hann átti í deilum við Hrafn Oddsson. Þessir hamrar heita nú Kastali.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.