Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1975, Page 82
86
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
Ljósm.: Bernt C. Lange.
ítarlegust frásögn af því í Mælifellsannál, en þar segir svo 1705:
„Deyðu og þessir prestar: Jón prestur Hjaltason í Saurbæ í
Eyjafirði, (hann) reið á töðuslætti austur í Fljótshlíð til jarðar
sinnar, er Teigur heitir, kirkjustaður. Litlu eptir sína þarkomu
kenndi hann sóttar, lá við í tjaldi í 3 daga, þann fjórða var hann
studdur til bæjarins og andaðist þegar í sama rúmi og hann var
fæddur.“
Eins og fram kemur af þessu átti séra Jón Teig, reyndar þó aðeins
jörðina hálfa. Samkvæmt biskupsvísitasíu 31. ágúst 1704 var af
þessum hluta jarðarinnar ... „reikningsskapur óstaðinn síðan anno
1644, sem er í 60 ár, hvors biskupinn nú alvarlega beiðist af eignar-
manni jarðarinnar, séra Jóni Hjaltasyni, og að hann sé framkominn
innan næstkomandi alþingi... Telur Hannes Þorsteinsson í Æfum
lærSra manna að séra Jón hafi ef til vill verið þessara erinda er hann
fór að Teigi 1705.
Kona Jóns Hjaltasonar var Helga Jónsdóttir frá Völlum í Eyja-
firði (f. um 1644, d. 1736). Höfðu þau hjón eignast sjö börn, fjóra
syni og þrjár dætur. Voru synirnir Hjalti, f. 1675, Jón, f. um 1677,