Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1975, Qupperneq 84
88
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
Hálsi í Fnjóskadal, og Helga (f. um 1684), kona Jóns Jónssonar
hreppstjóra á Æsustöðum.
Skal nú vikið aftur að klukkunni í Kongshov, tileinkaðri Teigs-
kirkju. 1 biskupsvísitasíum frá fyrri hluta 18. aldar, eftir 1704, þ. e.
frá 1719, 1724, 1730 og 1731, er þess hvergi getið að kirkjunni hafi
verið gefin ný klukka, og eru þar þó taldar ýmsar gjafir og greiðslur
til hennar, svo og viðgerðir á kirkjuskrúða og öðrum gi'ipum. Af
vísitasíunni 1704 er hins vegar ljóst bágborið ástand kirkjunnar
hvað klukkur snerti: „Klukkur 4 vega 72% pund öldungis ónýtar;
ein klukka heil og hljóðgóð .. . betalaði Brynjúlfur Þórðarson upp í
portionem. ... Kirkjuna vantar sérdeilis umsteyping þess gamla
klukkukopars í nýja klukku“ ... Varla hefur þó þessi kopar farið í
klukkuna sem hér er til umræðu, því að af blaðsíðuslitri í Kirkju-
stól TeigsJcirkju frá sjötta áratug 18. aldar (1752?) virðist mega ráða
að koparinn sé þá allur enn í Teigi.
Helst verður að álíta að klukkan hafi aldrei komist á ákvörðunar-
stað. Líkast til hafa bræðurnir pantað hana (hjá klukkusteypara í
Kaupmannahöfn?) að föður sínum látnum og ætlað hana Teigskirkju
í minningu hans eða/og inn á reikning kirkjunnar, sbr. hér að
framan, en dáið svo allir áður en til afhendingar hennar kæmi. Og
er klukkunnar var ekki vitjað hefur steyparinn vafalítið selt hana
öðrum. En eftir hvaða leiðum hún barst til Kongshov er því miður
ekki vitað, svo sem áður segir.
Þess má geta að árið 1856 voru fjórar klukkur í Teigskirkju, tvær
stærri og tvær minni. Tvær klukkur þaðan eru nú í Þjóðminjasafni
Islands (Þjms. 7892 og 7893) ; er önnur í safnskránni talin vera
frá 13. eða 14. öld, hin varla eldri en frá 18. öld. Kirkja í Teigi var
lögð niður 1896 og sóknin sameinuð Eyvindarmúlasókn. Hefur síðan
verið sóknarkirkja á Hlíðarenda.
„Kirkj uklukkan frá Teigi“ er sérstæð að því leyti að óalgengt
mun hafa verið að klukkur bæru áletranir af því tagi sem á henni er,
þ. e. tileinkanir þess efnis að klukkur væru gefnar ákveðnum kirkj-
um af nafngreindum mönnum.2 Auk þess er klukkan, þótt hún hafi
trúlegast aldrei til Islands komið, nátengd íslenskum fjölskylduharm-
leik, einum af mörgum sem lítið hefur farið fyrir á blöðum sögunnar.
13. 11. 1975.