Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1975, Page 87
ÞÓRÐUR TÓMASSON
FÖNG TIL BÚMARKAFRÆÐI
1 Árbók Fomleifafélagsins 1974 (bls. 75—91) á dr. Sveinbjörn
Rafnsson ritgerðina „Bergristur á Hvaleyri". Hefur hún orðið mér
kveikja þess þáttar sem hér fer á eftir, en efni hans hefur safnast
mér á mörgum árum. Islensk búmörk eru mikið rannsóknarefni á
sviði þjóðhátta og hefur þeim enn verið lítill gaumur gefinn. Margir
telja þau aðeins eiga heima í löngu liðinni tíð, en þó er það staðreynd
að þau hafa hjarað í þjóðháttum til þessa dags.
Orðið mark er tengt eignarrétti frá fornu fari og getur þar táknað
skil milli eigna og eignarsönnun á lifandi gi’ip og dauðum munum.
Eru um þetta nokkur skýr ákvæði í fornum íslenskum lögum (Grágás
og Jónsbók). Mark skiptir löndum jarða, hreppa og sýslna. Orðmynd-
irnar landamark og landamerki eiga sér jafnan rétt í málinu. Milli
jarða voru settar marknvörður, þar sem ekki voru önnur kennimörk
betri til viðmiðunar. Var gamalla manna mál að í þær skyldi setja
viðarkol og eir til staðfestu því að á þeim væri mark takandi. Merki-
garöur, Merkigil og Merkiá eru alþekkt forn örnefni. 1 áreið á landa-
mörk var gengið á markið. 1 slægjuskiptum jarða voru stungin upp
mörk og sett upp mörk frá ári til árs, eftir því sem þörf krafði.
Sláttumaður sló í mark er hann hóf slátt á skiptu landi í túni eða
engjum. Fjörumörk ákváðu skil á rekafjörum.
Eyrnamerkingar búfjár halda enn sínu forna gildi. Alifuglar fyrri
alda voru markaðir á fitjum og hafa þau mörk átt nokkra samstöðu
með eyrnamörkum. Um eyrnamörk er alþekkt að þau gengu að erfð-
um, gjöfum eða kaupi (erfðamark, gjafai’mark o. s. frv.). Hafliði
Guðmundsson í Búð í Þykkvabæ segir mér að það hafi verið gamalla
nianna mál að föðurmark skyldi erfa elsti sonur en móðurmark yngsta
dóttir. Misjöfn heill fylgdi mörkum; nefndust sum happamörk, en
önnur þóttu ekki til heilla fallin. Vissi ég dæmi þess að bændur, sem
voru óheppnir með fénað, tóku upp nýtt mark, og þótti þá oft skipta