Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Årgang

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1975, Side 94

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1975, Side 94
98 ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS á Bjólu bjó þar eftir hann með manni sínum Stefáni Bjarnasyni. Þau merktu búshluti sína með kló. Sigurlín dóttir Stefáns og Ás- laugar giftist Guðmundi Jónssyni á Ægissíðu í Holtum. Hún flutti með sér einstaka hluti úr Bjólubúinu markaða gamla búmarkinu. Guðmundur á Ægissíðu tók upp ættarbúmark konu sinnar. Með því markaði hann flesta búshluti, amboð, klyfbera, hagldir og fleira. Guðrún dóttir Guðmundar og Sigurlínar býr nú á Ægissíðu, gift Einari Ólafssyni frá Þjótanda. Enn í dag eru heimagerðar þvotta- ldemmur þeirra mæðgna, Sigurlínar og Guðrúnar, markaðar kló. Móðir mín, Kristín Magnúsdóttir (1887—1975), sem var fóstur- dóttir Jóns Einarssonar á Ystaskála, minntist þess að búshlutir hans voru markaðir kló. Gat hún þess um hluti eins og klyfbera, reipahagldir, kvíslar, rekur, beislistyppi, hnapphelduleggi og spæni. Leirtau heimilisins var markað kló á bryggjunni neðan á botni. Þá var algengt að lána leirtau út af heimili í veislur og bar því nauðsyn til að það þekktist. Matarskál Jóns Einarssonar er varðveitt í byggða- safninu í Skógum og er hún mörkuð klónni. 1 sama safni er kaffi- kvöra frá suðurbæjarheimilinu mörkuð þessu sama búmarki. Gísli sonur Jóns á Skála tók þar við búi 1906 og bjó þar til dánar- dægurs 1950. Hann notaði búmark föður síns alla tíð. Það gróf hann t. d. á merkispjöld úr tré, sem hann notaði í vöruflutningum milli lands og Eyja (Vestmannaeyja) og í öðrum ferðum. Vissu allir, er sáu búmarkið á spjöldunum, að þar fór eign Gísla á Skála. Nú býr í suðurbænum á Skála Sigríður Jónsdóttir, ekkja Gísla, ásamt stjúp- syni sínum, Ingólfi Gíslasyni. Enn í dag eru þvottaklemmur Sigríðar húsfreyju markaðar kló og sama mark getur að líta á nýlegum skóflum og kvíslum Ingólfs bónda. Hér er því annað dæmi um lifandi ættarbúmark. Og enn er ekki öll sagan sögð. Guðrún dóttir Gísla og Sigríðar á Skála bjó í Vestmannaeyjum fram að eldgosi 1973 ásamt manni sínum, Sigurbirni Sigfinnssyni. Allar þvottaklemmur Guðrúnar voru markaðar með gömlu Skálaklónni. Þetta tilfærða búmark á sér vafalaust mjög forna sögu og er ekki úr vegi að ætla að það sé að upphafi tengt trú á aflaklær. Fundið hef ég það skorað á brot úr meisoka í rústum Stóruborgar og það getur einnig að líta á tveimur spýtum fundnum í gamalli bæjarrúst í landi Nýjabæjar undir Eyjafjöllum. Þetta sama mark hefur verið viðarmark og búmark á nokkrum stöðum austan frá Hornafirði og vestur til Þjórsár. Haustið 1975 skoðaði ég gamlar reipahagldir í Koti á Rangárvöllum. Á nokkrar þeirra var mörkuð kló. Ein þeirra, fornleg eikarhögld, bar annarsvegar kló en hinsvegar var letrað Th
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.