Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1975, Side 94
98
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
á Bjólu bjó þar eftir hann með manni sínum Stefáni Bjarnasyni.
Þau merktu búshluti sína með kló. Sigurlín dóttir Stefáns og Ás-
laugar giftist Guðmundi Jónssyni á Ægissíðu í Holtum. Hún flutti
með sér einstaka hluti úr Bjólubúinu markaða gamla búmarkinu.
Guðmundur á Ægissíðu tók upp ættarbúmark konu sinnar. Með
því markaði hann flesta búshluti, amboð, klyfbera, hagldir og fleira.
Guðrún dóttir Guðmundar og Sigurlínar býr nú á Ægissíðu, gift
Einari Ólafssyni frá Þjótanda. Enn í dag eru heimagerðar þvotta-
ldemmur þeirra mæðgna, Sigurlínar og Guðrúnar, markaðar kló.
Móðir mín, Kristín Magnúsdóttir (1887—1975), sem var fóstur-
dóttir Jóns Einarssonar á Ystaskála, minntist þess að búshlutir
hans voru markaðir kló. Gat hún þess um hluti eins og klyfbera,
reipahagldir, kvíslar, rekur, beislistyppi, hnapphelduleggi og spæni.
Leirtau heimilisins var markað kló á bryggjunni neðan á botni. Þá
var algengt að lána leirtau út af heimili í veislur og bar því nauðsyn
til að það þekktist. Matarskál Jóns Einarssonar er varðveitt í byggða-
safninu í Skógum og er hún mörkuð klónni. 1 sama safni er kaffi-
kvöra frá suðurbæjarheimilinu mörkuð þessu sama búmarki.
Gísli sonur Jóns á Skála tók þar við búi 1906 og bjó þar til dánar-
dægurs 1950. Hann notaði búmark föður síns alla tíð. Það gróf hann
t. d. á merkispjöld úr tré, sem hann notaði í vöruflutningum milli
lands og Eyja (Vestmannaeyja) og í öðrum ferðum. Vissu allir, er
sáu búmarkið á spjöldunum, að þar fór eign Gísla á Skála. Nú býr
í suðurbænum á Skála Sigríður Jónsdóttir, ekkja Gísla, ásamt stjúp-
syni sínum, Ingólfi Gíslasyni. Enn í dag eru þvottaklemmur Sigríðar
húsfreyju markaðar kló og sama mark getur að líta á nýlegum
skóflum og kvíslum Ingólfs bónda. Hér er því annað dæmi um lifandi
ættarbúmark. Og enn er ekki öll sagan sögð. Guðrún dóttir Gísla
og Sigríðar á Skála bjó í Vestmannaeyjum fram að eldgosi 1973
ásamt manni sínum, Sigurbirni Sigfinnssyni. Allar þvottaklemmur
Guðrúnar voru markaðar með gömlu Skálaklónni.
Þetta tilfærða búmark á sér vafalaust mjög forna sögu og er
ekki úr vegi að ætla að það sé að upphafi tengt trú á aflaklær. Fundið
hef ég það skorað á brot úr meisoka í rústum Stóruborgar og það
getur einnig að líta á tveimur spýtum fundnum í gamalli bæjarrúst í
landi Nýjabæjar undir Eyjafjöllum. Þetta sama mark hefur verið
viðarmark og búmark á nokkrum stöðum austan frá Hornafirði og
vestur til Þjórsár. Haustið 1975 skoðaði ég gamlar reipahagldir í
Koti á Rangárvöllum. Á nokkrar þeirra var mörkuð kló. Ein þeirra,
fornleg eikarhögld, bar annarsvegar kló en hinsvegar var letrað Th