Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1975, Page 103
ÞORSTEINN ÞORSTEINSSON FRÁ UPSUM
SKYRINGAR YFIR ÖRNEFNI
SEM TILHEYRA HELST SVARFAÐARDAL
Greinarger'ð og athugasemdir eftir Kristján Eldjárn.
Höfundur þessarar ritgerðar, Þorsteinn Þorsteinsson, smiður og bóndi á
Upsum á Upsaströnd og löngum við þann bæ kenndur, fæddist á Ytri-Másstöðum
í Skíðadal 1. des. 1825. Hann lærði trésmíði hjá Ólafi Briem, timburmeistara
á Grund í Eyjafirði, og varð fullnuma í þeirri iðn 1848. Síðan átti hann heima
í fæðingarsveit sinni Svarfaðardal, stundaði smíðar og búskap jöfnum höndum
og fórst hvort tveggja vel úr hendi.
Á Upsum bjó Þorsteinn samfleytt 1854—1870, en skemur á nokkrum öðrum
jörðum í dalnum á undan og eftir. Eftir 1870 mun hann ekki hafa fengist við
búskap heldur stundað iðn sína og einhver ritstörf. Eftir sem áður átti hann
heima í Svarfaðardal, nema hvað hann er í Glæsibæ í Kræklingahlíð 1887—88,
en árið 1889 fluttist hann til Nýja-lslands í Kanada með Friðriki syni sínum
og var þá enn vel ern, en mjög farinn að missa sjón. Hann dó í Winnipeg hinn
22. okt. 1912 hjá öðrum syni sínum, Þorsteini Þ. Þorsteinssyni, skáldi og rit-
höfundi, sem margir kannast við undir nafninu Þ. Þ. Þ. Sitthvað fleira um
Þorstein smið sjá Björn R. Árnason, Sterkir stofnar, Akureyri 1960, bls. 28—41.
Sjá einnig PEÓl. lsl. æviskrár.
Þorsteinn smiður var maður hneigður fyi'ir fróðleik og skriftir. Þjóðsögur
og sagnir af mönnum skrifaði hann margar og hafa þær verið prentaðar á víð
og dreif í þjóðsagnasöfnum eins og kunnugt er. 1 Þjóðsögum Jóns Árnasonar
eru til dæmis 17 sögur Þorsteins, svo að dæmi sé nefnt. Mun framlag hans
til þjóðsagnasöfnunar trúlega lengst halda nafni hans á lofti. En fleira bar
hann við, ritaði dagbækur og minnisblöð og svo þessa ritgerð sem hér birtist
eftir dúk og disk.
Ekki er að efa að sögulega hneigður maður eins og Þorsteinn og jafnframt
gróinn heimamaður hefur snemma fengið áhuga á Svarfdælasögu og haft unun
af að setja sér fyrir sjónir hvernig atburðir hennar féllu að því umhverfi sem
hann var gjörkunnugur. Upp af slíku spretta staðfræðilegar og nafnfræðilegar
athuganir. Líklega hefur Þorsteinn lengi hugsað um þetta efni og rætt það
við aðra, og sjálf virðist ritgerðin bera með sér hvenær hún er færð í letur.
1 ritgerðinni talar Þorsteinn um fjárhús sem byggð hafi verið á Klaufabrekkum
»fyrir fjórum árum“ og bætir svo við ártalinu 1861 (bls. 131). Virðist því ein-
sýnt að ritgerðin sé skrifuð árið 1865. Þorsteinn er þá í fullum blóma á Upsum.
Ritgerðin er ávöxtur af ígrundan Þorsteins um svarfdælsk örnefni, frá ár-
unum fyrir 1865. Spyrja má hvað hafi komið honum til að vinna þetta verk,
wianni lítt menntuðum á bók. Því verður ekki með vissu svarað, en ætla má að